Hildur heldur úti bloggi á Trendnet lífsstílssíðunni og bauð upp á helgarmatseðilinn á DV.is síðustu helgi. Kokteillinn ber heitið Basil gimlet og er ferskur og góður kokteill með suðrænu yfirbragði. Síðan skemmir ekki hvað það er einfalt að útbúa hann. Þetta er klassískur gimlet kokteill sem inniheldur gin, límónu safa, sykursíróp og svo punkturinn yfir i-ið er fersk basilíka.

Basil gimlet

Fyrir 1

6 basilíku laufblöð

6 cl Roku gin

3 cl sykursíróp

3 cl safi úr límónu

Klakar

Setjið basilíku í kokteilahristara og merjið hana. Bætið út í gini, sykursírópi, safa úr límónu og klökum eftir smekk. Hristið vel saman í 15-20 sekúndur. Hellið í fallegt glas í gegnum sigti og skreytið með basilíku laufblöðum.