Breska fyrir­sætan Tasha Ghouri verður fyrsti heyrnar­lausi keppandinn í raun­veru­leika­þáttunum Love Is­land í sumar. Frá þessu var greint nú á dögunum þegar fyrstu kepp­endurnir voru kynntir.

Bresku þættirnir eru heims­­­­frægir og hafa notið mikilla vin­­­­sælda í Bret­landi. Um verður að ræða áttundu þátta­röðina en þættirnir hverfast um hóp af föngu­­­­legu ungu fólki sem eyðir tíma saman í glæsi­villu. Frá því var greint í gær að Gemma Owen muni taka þátt.

Tasha er fyrir­sæta og hefur meðal annars starfað fyrir fata­söluna ASOS þar sem hún hefur birst í ýmsu markaðs­efni á vegum fyrir­tækisins. Þannig vakti það mikla at­hygli í fyrra þegar hún skartaði í­græddu heyrnar­tæki sínu á myndum á vegum fyrir­tækisins.

Tasha segir að ástar­líf sitt hafi verið í molum. Hún sé til í að finna hinn eina rétta. „Ég er al­gjör­lega til­búin í sam­band,“ segir Tasha. Hún lætur þess getið að margir hafi haft á­huga á reynslu hennar af því að vera heyrnar­laus og hvernig það sé að vera með kuðungsí­græðslu.