Stytta af söngvara Rammstein, Till Lindemann, entist aðeins í nokkra klukkutíma áður en henni var stolið í Rostock.

Þetta kemur fram á vef Rolling Stone í Þýskalandi.

Listamanneskjan Roxxy Rox svipti hulunni af styttunni í gær, degi fyrir sextugsafmæli Lindemann.

Í færslu listamanneskjunnar kemur fram að Lindemann sem er fæddur í Leipzig hafi ætt æskuárunum í Rostock og því hafi henni þótt viðeigandi að reisa styttuna þar.