Söng- og leikkonan Salka Sól Eyfeld birti fallega mynd af sér á Instagram með óléttukúluna í undurfögrum blómakjól og telur niður dagana í að verða vísitölufjölskylda.

Salka Sól og eiginmaður hennar Arnar Freyr Frostason tónlistarmaður eiga von á sínu öðru barni á næstu dögum, en fyrir eiga þau dótturina Unu Lóu sem verður tveggja ára í desember.

Salka Sól ber kúluna afar vel.
Mynd/Instagram
Von er á dreng í fjölskylduna.
Mynd/Instagram