Styttan var reist í samstarfi við listamanninn við heimili ömmu Sævars sálugu í Laugardalshverfi og er styttan tengd minningu hennar og helguð sterkum konum sem Sævar skrifaði um í bók sinni Barnið í garðinum. Stutt afhöfn fór fram við afhjúpunina þar sem farið var yfir tengsl milli styttunnar og bókarinnar.

Í bók sinni Barnið í garðinum segir Sævar frá uppvaxtarárum sínum og frá sterkum konum sem vörðuðu leið hans til þroska og voru hans verndarenglar á lífsleiðinni. Fyrst þessara kvenna var amma hans. Verkið Tré er í formi kynlausrar mannsmyndar og hefur heitið skírskotun til áferðar verksins.

Lárus Sævar Steinunn 03.jpg