Lífið

Styðja Sigrúnu með Zumba

Sunnudaginn 17.júní verður sérstakur styrktartími í Zumba þar sem safnað verður fyrir nýjum bíl handa tíu barna móður og fjölskyldu hennar.

Zumbadansarar ætla að svitna saman til góðs sunnudaginn 17.júní og styrkja Sigrúnu tíu barna móðurina sem lenti í bílslysi á Vesturlandsvegi fyrir skemmstu. Aðsend/Anna

Sunnudaginn 17. júní verður sérstakur Zumbatími til styrktar Sigrúnu Elisabeth Arnardóttur, tíu barna móður sem lenti nýverið í bílslysi á Vesturlandsvegi ásamt nokkrum barna sinna. Sigrún var nýlega útskrifuð af gjörgæslu en næstyngsta barn hennar slasaðist illa og er enn haldið sofandi á gjörgæslu.

„Oddrún frænka Sigrúnar hefur dansað Zumba og Jallabina hjá okkur Friðriki og þegar við heyrðum af slysinu frá henni þá vildum við leggja okkar af mörkum. Við ákváðum þetta á síðustu stundu og fannst tilvalið að hefja þjóðhátíðardaginn á góðverki og gera það sem við gerum best að dansa saman“, - segir Anna Claessen danskennari en hún og samstarfsmaður hennar Friðrik Agni Árnason standa að tímanum ásamt Oddrúnu Ólafsdóttur, Zumbakennara og frænku Sigrúnar. 

Aðstandendur Sigrúnar standa nú fyrir söfnun þar sem markmiðið er að ná upp í kostnað á nýjum bíl handa fjölskyldunni í stað þess sem gjöreyðilagðist í bílslysinu, allt fé sem safnast í danstímanum rennur beint í þá söfnun.

Sjá einnig: Safna upp í bíl handa tíu barna móður eftir slys á Kjalarnesi

„Sigrún er svo frábær manneskja, hún er í masters námi í sálfræði og tíu barna móðir og stendur sig alltaf hundrað prósent í öllu sem hún gerir en nú þarf hún aðstoð frá samfélaginu. Þetta er allt saman gríðarlega mikið áfall fyrir stóra fjölskyldu. Þess vegna langar okkur að aðstoða þau eins og við getum, við viljum troðfylla salinn og lofum brjálæðislega sveittum og fjörugum Zumba tíma á 17.júní,“ – segir Anna og hvetur fólk til að byrja þjóðhátíðardaginn á því að leggja góðu málefni lið. 

Tíminn fer fram í World Class Laugum klukkan 10:00 sunnudaginn 17. júní og kostar 2000 krónur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Safna upp í bíl handa tíu barna móður eftir slys á Kjalarnesi

Innlent

Sigrún og sjö börn útskrifuð af spítalanum

Lífið

​​Mikið fé safnaðist fyrir læðuna Lísu

Auglýsing

Nýjast

115 þús­und krón­a „skap­a­­tref­ill“ vek­ur lukk­u netverja

Idol-stjarna hand­tekin fyrir dreifingu heróíns

Hús með öllu í fyrsta sinn á Íslandi

Geir glæsilegur í galaveislu í Washington

Skálmeldingar hlustuðu á Sorgir

Stefnum í öfuga átt í geðheilbrigðismálum

Auglýsing