Fyrirsæturnar og systurnar Gigi og Bella Hadid komu fyrst á sjónarsviðið í raunveruleikaþáttunum The Real Housewives of Beverly Hills, en móðir þeirra, hin hollenska Yolanda Hadid, var eitt af viðfangsefnum þáttanna. Það hefur hingað til ekki þótt vænlegt til vinnings í tískuheiminum að hefja sín fyrstu skref í raunveruleikaþætti, en systurnar hafa afsannað að það sé algilt.

Yolanda var sjálf fyrirsæta þegar hún var yngri og óskaði þessi innilega að dæturnar myndu feta í fótspor hennar. Gigi hafði lengi haft áhuga á fyrirsætulífinu en hugur Bellu var allur í reiðmennsku. Þó varð breyting á og í dag eru þær einar eftirsóttustu fyrirsæturnar í bransanum. Þær eru eins ólíkar í klæðavali og hugsast getur, stíll Bellu er drungalegur, húðin fölhvít og hárið jafnan kolsvart. Gigi vinnur meira með Kaliforníuútlitið, gyllta lokka, sólkyssta húð og litrík föt. Hérna má sjá brot af götustíl þeirra undanfarin misseri.

Smá Matrix-yfirbragð á fyrirsætunni þennan daginn.
Hér mætir Bella í 23 ára afmælið sitt á dögunum í New York.
Bella er mikið fyrir það að klæðast víðum buxum og þröngum toppum við.
Fyrir skömmu var andlit Bellu valið það fallegasta í heimi með stærðfræðijöfnu byggðri á gullinsniði.
Hér klæðist Gigi skóm frá íslenska skómerkinu Kalda.
Fyrir­sætan vinnur mikið með sólkyssta húð og gyllta lokka.
Gigi hóf fyrirsætustörf á barnsaaldri en fyrst fyrir alvöru árið 2014.
Hún hikar ekki við að blanda saman skærum eða ólíkum litum.
Gigi er öllu litaglaðari en systir sín en hér er hún í alklæðnaði frá Versace.