„Mér líður eins og ég hafi skapað Harry Potter eða Star Wars,“ segir Hwang Dong-hyuk, maðurinn á bak við suður­kóresku þátta­röðina Squ­id Game, í sam­tali við CNN en þættirnir hafa rokið upp vin­sælda­lista Net­flix-streymis­veitunnar um víða ver­öld.

Þættirnir fjalla um hóp 456 ein­stak­linga sem eiga um sárt að binda fjár­hags­lega og sam­þykkja að taka þátt í dular­fullum leik, þar sem þrautirnar eru stút­fullar af nostalgíu­blöndnum krakka­leikjum á borð við Dimmali­mm. Sigur­launin eru fúlgur fjár með til­heyrandi von um frjálst og skuld­laust líf. Stóri kengurinn er að þeir sem eru úr leik týna lífinu og leikurinn er út­færður þannig að að­eins einn getur staðið uppi sem sigur­vegari.

„Þetta er þáttur um lú­sera,“ segir Hwang. „Hvernig þessir lú­serar deyja. Það er engin svöl hetja. Það er það sem gerir þetta ein­stakt,“ segir hann við CNN. Þáttunum hefur verið líkt við suður­kóresku Óskars­verð­launa­myndina Parasite enda keim­líka sam­fé­lags­gagn­rýni í þeim að finna um stöðu þeirra lægra settu í sam­fé­laginu og valda­ó­jafn­vægið á milli þeirra og hinna ríku. Auk þess sem finna má aug­ljósar hlið­stæður við kvik­myndirnar Batt­le Roya­le, Hungur­leikana og jafn­vel raun­veru­leika­þættina Survi­vor.

Of­beldinu hafnað í ára­tug

Vin­sældir þáttanna eru slíkar að Squ­id Game-búningar eru nú efstir á óska­lista fjölda barna fyrir hrekkja­vökuna í lok mánaðarins. Þessi tísku­bylgja hefur þegar skollið á Ís­lands ströndum eins og kom fram á Frétta­blaðið.is í gær.

Búningarnir í þáttunum eru enda nokkuð ein­faldir, lit­ríkir, oft á tíðum barna­legir en ekki síst frekar svalir. Ís­lenskir for­eldrar sem og skóla­stjórn­endur hafa lýst miklum á­hyggjum af æðinu enda eru þættirnir engan veginn ætlaðir börnum yngri en sex­tán ára.

Foreldrar eru víða í uppnámi þar sem börn liggja yfir viðbjóðnum í Squid Game á TikTok utan lögsögu þeirra. M
Mynd/Netflix

Kvik­mynda­ver víða deila greini­lega þessum á­hyggjum með ís­lenskum for­eldrum og þannig mátti Hwang ganga á milli þeirra með full­klárað hand­rit í ára­tug áður en Net­flix sam­þykkti loksins að fram­leiða þættina. Þátturinn þótti ein­fald­lega of „ó­raun­hæfur“ og „allt­of ó­geð­felldur“.

Hwang segir heiminn hafa breyst, ekki síst með til­liti til heims­far­aldurs Co­vid-19 sem hann segir hafa ýtt undir ó­jöfnuð milli fá­tækra og ríkra. „Allt þetta gerir söguna mun raun­særri en fólki þótti hún fyrir ára­tug,“ segir Hwang við CNN. „Nú segist fólk full­visst um að þessi leikur sé spilaður ein­hvers staðar í heiminum í al­vöru. Það er sorg­legt.“

Squ­id Game-al­vöru­leikur

Hwang byggði þrautirnar í þáttunum, líkt og hinn sí­gilda Dimmali­mm og hinn eigin­lega Squ­id­leik, á eigin bernsku­minningum. Þannig var smokk­fisks-leikurinn sem þættirnir eru nefndir eftir gríðar­lega vin­sæll meðal kóreskra krakka á áttunda og níunda ára­tugnum. „Þetta var ó­trú­lega líkam­lega erfiður leikur svo í hvert sinn sem við spiluðum reif ein­hver fötin sín eða slasaði sig og fór að gráta,“ segir Hwang. Eftir það hafi enginn viljað leika meira.

Straum­hvörf

Þættirnir hafa valdið gríðar­legum straum­hvörfum, ekki að­eins hér heima vegna á­hyggna ís­lenskra for­eldra. Þeir eru til að mynda það vin­sælir að breska síma­fyrir­tækið BT hefur fundið sig knúið til að lög­sækja Net­flix vegna aukins kostnaðar við rekstur net­þjóna. Þá eru suður­kóreskir gagn­rýn­endur ekki nærri því jafn hrifnir og kollegar þeirra á al­þjóða­vísu.

„Jafn­vel þótt allir kvik­myndaf lokkar inni­haldi sínar klisjur, þá er of margt í Squ­id Game sem minnir þig á allar aðrar myndir sem þú hefur séð,“ segir einn þeirra. Hwang er þó hvergi banginn. Hann segir við CNN að hann hafi aldrei ætlað sér að gera fram­hald. „En það eru lausir endar sem ég væri til í að kanna ef ég myndi gera aðra seríu,“ segir Hwang sem segist fyllast kvíða við til­hugsunina, Fram­hald virðist ó­hjá­kvæmi­legt í ljósi gríðar­legra vin­sælda þáttanna enda lýtur af­þreyingar­menningar­heimurinn þegar upp er staðið sömu lög­málum og Squ­id Game og peningarnir ráða alltaf úr­slitum.

Búningar varðanna eru þegar meðal vinsælustu hrekkjavökubúninga 2021
Mynd/Netflix