„Hug­myndin er að við séum að gefa fólki smá sýnis­horn af bókinni,“ segir Chanel Björk Sturlu­dóttir, einn þriggja rit­stjóra nýrrar bókar Hennar raddar og Viu út­gáfu um konur af er­lendum upp­runa.

Í dag er frum­sýnt á vef Frétta­blaðsins kynningar­mynd­band um bókina þar sem spjallað er við nokkrar þeirra kvenna sem þar segja sögu sína. Horfa má á mynd­bandið neðst í fréttinni. Chanel Björk Sturlu­dóttir, Elín­borg Kol­beins­dóttir og Elínóra Guð­munds­dóttir rit­stýra bókinni og er rætt við þær í blaði dagsins.

Hug­myndina að bókinni fengu þær Chanel og Elín­borg þegar þær stofnuðu Hennar rödd árið 2019. Þrí­eykið hyggst gefa bókina út upp á eigin spýtur í nóvember og safnar nú fyrir út­gáfunni á Karolina Fund. „Við vildum að á­vinningur verk­efnisins myndi skila sér aftur út í sam­fé­lag kvenna af er­lendum upp­runa á Ís­landi,“ út­skýrir Chanel. Á­góðinn mun því renna til fleiri verk­efna á vegum Hennar raddar og Viu.

„Í Ke­nýa þurfti ég aldrei að hugsa um kyn­þátt. Þannig að ég varð svört hér. Af því að því auð­kenni er skellt á þig, á hverjum einasta degi,“ segir ein konan en í mynd­bandinu birtast á­hrifa­ríkar til­vitnanir úr bókinni.

„Helsti mis­skilningurinn um inn­lytj­endur er að við séum ekki vel menntuð, eða að við séum að flýja fá­tækt. Við getum ekki sett alla út­lendinga í eitt box,“ segir önnur.

„Við erum alltaf að horfa á inn­flytj­endur sem koma hingað eins og þeir hafi ekki átt neitt líf. Eins og þau hafi öll fæðst úti á Kefla­víkur­flug­velli. Ég var alveg ein­hver.“