Barnabókahöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir fagnaði útgáfu nýjustu bókar sinnar, Kennarinn sem hvarf sporlaust, með sumarpartýi í garðinum heima hjá sér í Hafnarfirði í gær. Sumarpartýið var haldið samkvæmt þema þjóðhátíðardagsins í Hafnarfirði um að halda sína eigin heimahátíð vegna samkomutakmarkana í skugga kórónuveirufaraldursins.

Kennarinn sem hvarf sporlaust fjallar um krakka í skíðaferðalagi og voru gestir hvattir til að mæta með skíðagleraugu eða annan skíðabúnað samkvæmt þema bókarinnar. Þá gátu gestir og gangandi spreytt sig á gátum, leikið sér í garðinum, hoppað á trampólíni og grillað sykurpúða.

Margt var um manninn og mikil stemning ríkti í partýinu í blíðviðrinu í gær og fóru gestirnir afar sáttir heim, margir hverjir með áritað eintak af bókinni.

Áhorfendur hlusta spenntir á upplestur úr bókinni.
Mynd/Aðsend
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, leit við í útgáfuboðið.
Mynd/Aðsend
Blær, umbrotskona bókarinnar, brá á leik.
Mynd/Aðsend
Emil og Darri voru ánægðir með sykurpúðana.
Mynd/Aðsend
Eva Rún ásamt börnunum sínum.
Mynd/Aðsend
Fjöldi fólks kíkti við.
Mynd/Aðsend
Gestir fengu mynd af sér með bókakápu á sem bakgrunn.
Mynd/Aðsend
Gestir og gangandi virtu fyrir sér vetrarstemninguna.
Mynd/Aðsend
Kristjana var þjóðleg í tilefni dagsins.
Mynd/Aðsend
Rithöfundurinn Brynhildur Þórarinsdóttir var sannfærandi sem Kennarinn sem hvarf.
Mynd/Aðsend
Snjókarlinn vakti mikla athygli enda miður júlí og glampandi sól.
Mynd/Aðsend
Þorbjörg og Þórarinn sýndu flotta takta í myndabásnum
Mynd/Aðsend