Safna­nótt fer fram í kvöld, föstu­daginn 3. febrúar, á vegum Vetrar­há­tíðar. Þá munu fjöl­mörg söfn á höfuð­borgar­svæðinu opna dyr sínar og bjóða upp á skemmti­lega og fjöl­breytta dag­skrá á milli klukkan 18.00 og 23.00. Í­búar og gestir á öllum aldri geta notið dag­skrár Safna­nætur sér að kostnaðar­lausu og fengið nýja sýn á helstu söfn höfuð­borgar­svæðisins. Frétta­blaðið fer yfir það sem ber helst á góma á Safna­nótt 2023.

Frá sýningunni Viðnám í Safnahúsinu.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Lista­safn Ís­lands og Safna­húsið

Tvær sýningar verða opnaðar í Lista­safni Ís­lands og Safna­húsinu á Safna­nótt. Sýningin Gallerí Gangur í 40 ár er yfir­lits­sýning um lista­manna­rekna sýningar­rýmið Gallerí Gang sem stofnað var af mynd­listar­manninum Helga Þor­gils Frið­jóns­syni árið 1979 og hefur alla tíð verið rekið á heimili hans.

Árið 2020 var haldið upp á 40 ára af­mæli Gangsins með sýningu á verkum þeirra er­lendu lista­manna sem hafa átt verk á sýningum Gangsins í gegnum tíðina. Að af­mælis­árinu loknu gáfu hjónin Helgi Þor­gils Frið­jóns­son og Rakel Hall­dórs­dóttir verkin sem voru á sýningunni til Lista­safns Ís­lands, sam­tals 117 lista­verk eftir 84 lista­menn frá 22 löndum sem Lista­safn Ís­lands efnir nú til sýningar á. Sýningin verður opnuð í Lista­safni Ís­lands á Frí­kirkju­vegi klukkan 19.00.

Sýningin Við­nám, sam­spil mynd­listar og vísinda, er þver­fag­leg sýning fyrir börn á öllum aldri, sem brúar bilið milli mynd­listar og vísinda. Lista­verkin á sýningunni tengjast öll orð­ræðunni um sjálf­bærni og þeim sið­ferði­legu málefnum er tengjast þeirri vinnu sem stuðlar að þróun í átt að frekari sjálf­bærni. Verkin gefa fólki tæki­færi til að velta vöngum yfir til­verunni, náttúrunni og öðru fólki. Sýningin verður opnuð í Safna­húsinu við Hverfis­götu klukkan 17.00.

Sýningin Andardráttur á glugga var valin ein af áhugaverðustu sýningum ársins 2023 á Norðurlöndum af tímaritinu Vogue Scandinavia.
Mynd/Aðsend

Lista­safn Reykja­víkur

Sýningin Andar­dráttur á glugga með verkum eftir Siggu Björgu og Ás­mund Sveins­son verður opnuð í Ás­mundar­safni á Safna­nótt klukkan 17.00.
Lista­safn Reykja­víkur heldur á­fram að kynna ný verk starfandi lista­manna í Ás­mundar­safni, þar sem þau kallast á við mynd­heim Ás­mundar Sveins­sonar. Í þetta sinn er á­herslan á þjóð­sögur, ævin­týri og í­myndunar­afl.

Í ný­legri yfir­lits­grein sagði tísku- og lífs­stíls­tíma­ritið Vogu­e Scandinavia sýninguna Andar­drátt á glugga vera eina á­huga­verðustu mynd­listar­sýningu á Norður­löndum árið 2023.

Sigga Björg er kunn af hug­mynda­ríkum teikningum sínum, inn­setningum, mynd­böndum og bók­verkum. Hún hefur skapað ein­stakan mynd­heim þar sem fantasía, húmor og hryllingur fara saman hönd í hönd. Í verkum sínum þræðir hún til­finninga­lífið í allri sinni ó­reiðu og skapar stemningar sem nær ó­mögu­legt er að færa í orð en með ein­kennandi stíl­brögðum sínum nær hún að tjá ó­trú­legustu blæ­brigði.

Auk opnunar sýningarinnar Andar­dráttar á glugga verða fjöl­margir aðrir við­burðir á dag­skrá Lista­safns Reykja­víkur á Safna­nótt í Hafnar­húsi, Kjarvals­stöðum og Ás­mundar­safni.

Við erum jörðin – við erum vatnið er margmiðlunarsýning eftir Heimi Frey Hlöðversson í Sjóminjasafninu í Reykjavík.
Mynd/Aðsend

Sjó­minja­safnið

Marg­miðlunar­sýningin Við erum jörðin – við erum vatnið eftir Heimi Frey Hlöð­vers­son verður opnuð í Sjó­­minja­safninu í Reykja­vík á Safna­nótt klukkan 20.00.

Í sýningar­texta Birtu Guð­jóns­dóttur segir meðal annars: „Í verkinu Við erum jörðin – við erum vatnið fáum við ó­venju­lega inn­sýn í ægi­fögur form náttúrunnar. Ljóð­ræna sýn á hið agnar­smáa í hinu risa­stóra, sem tækni­nýjungar veita okkur. Um leið er verkið dreyminn sjón­rænn leikur við sí­breytan­leg form sem skapast stöðugt í kringum okkur en við komum alla jafna ekki auga á. Okkur er boðið í ferða­lag nánast inn í efnin sjálf, sam­einingu og um­breytingar­ferli þeirra.“

Heimir Freyr er kvik­mynda­gerðar­maður, lista­maður og marg­miðlunar­hönnuður á Ís­landi. Hann gerir kvik­myndir, lista­inn­setningar og sýndar­veru­leika-upp­lifanir.

Verkið Of hár blóðþrýstingur eftir Sigurjón Ólafsson verður til sýnis á sýningunni.
Mynd/Aðsend

Lista­safn Sigur­jóns Ólafs­sonar

Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­sonar á Laugar­nes­tanga á Safna­nótt klukkan 18.00.

Á efri hæð safnsins verða til sýnis and­lits­myndir Sigur­jóns af fjöl­skyldu Einars Sigurðs­sonar, út­gerðar­manns í Vest­manna­eyjum, og Svövu Ágústs­dóttur undir heitinu Barna­lán. Á árunum eftir 1963 fékk Einar Sigur­jón til að gera nær tvo tugi and­lits­mynda, portretta, lág­mynda eða heil­mynda af sér og fjöl­skyldu sinni.

Í aðal­sal safnsins eru sýnd lykil­verk Sigur­jóns frá 1938 til 1982 undir yfir­skriftinni Úr ýmsum áttum. Heiti sýningarinnar skír­skotar bæði til fjöl­breytni verkanna og eignar­halds þeirra. Þar má sjá verk úr ó­líkum efnum, svo sem gifsi, bronsi, marmara, brenndum leir og tré. Hluti verkanna er úr stofn­gjöf Birgittu Spur til Lista­safns Sigur­jóns Ólafs­sonar, sjálfs­eignar­stofnunar sem fyrir ára­tug var af­hent Lista­safni Ís­lands, en önnur eru úr einka­safni erfingja Sigur­jóns.

Jónína Mjöll býður upp á leiðsögn um sýningu sína á Safnanótt.
Mynd/Aðsend

Lista­safn Einars Jóns­sonar

Í Lista­safni Einars Jóns­sonar á Skóla­vörðu­holti verður dag­skrá tengd sýningunni Allt um kring eftir mynd­listar­manninn Jónínu Mjöll Þor­móðs­dóttur sem var opnuð fimmtu­daginn 2. febrúar.
Jónína Mjöll mun bjóða upp á þrjár leið­sagnir um sýninguna á Safna­nótt á­samt hörpu­leikaranum Sól­veigu Thor­odd­sen klukkan 18.30, 20.30 og 21.30.

Á sýningunni Allt um kring teflir Jónína Mjöll fram til­rauna­kenndum skúlptúrum úr fis­léttum hvítum fjöðrum. Verk hennar eru kven­læg í mýkt sinni og kallast á við massíf verk Einars. Hún sækir inn­blástur í and­legar víddir og vinnur mark­visst með hvíta litinn sem sam­eigin­legan þráð sýningarinnar.

Jónína Mjöll lauk námi í mynd­list árið 2015 við Hoch­schule für Künste í Bremen og meistara­námi í mynd­list árið 2017. Hún hefur haldið fjölda einka- og sam­sýninga, meðal annars í Bremen, Köln og Ham­borg, en einnig í Japan, Víet­nam og á Ís­landi.

Á sýningunni má sjá íslenska hönnun úr safneign Hönnunarsafns Íslands.
Mynd/Aðsend

Hönnunar­safn Ís­lands

Ný fasta­sýning verður opnuð í Hönnunar­safni Ís­lands á Safna­nótt klukkan 20.00 og mun standa í þrjú ár. Á sýningunni Hönnunar­safnið sem heimili má finna um 200 dæmi um ís­lenska hönnun en safn­eign Hönnunar­safns Ís­lands telur í heild um 5.000 muni frá árinu 1900 til dagsins í dag.

Sýningin er sett upp sem grunn­mynd af heimili en líkt og á heimilum fólks má sjá þar hlið við hlið muni frá mis­munandi tíma­bilum. Hús­gögn, borð­búnaður, fatnaður, bækur og textíll frá ó­líkum tíma koma saman og varpa ljósi á brot af því sem ís­lenskir hönnuðir og hand­verks­fólk hefur skapað.

Heimilið er í sí­felldri þróun. Stöðugt er verið að færa til, skipta út og breyta. Sköpun heimilis er lifandi ferli án enda­punkts, en heimilið er fyrst og síðast sköpun þeirra sem þar búa. Smekkur, sem getur mótast af ýmiss konar á­hrifa­þáttum í lífi hvers og eins, er það sem gefur hverju og einu heimili sín sér­kenni.

Hljómsveitin Kælan mikla vann Ljóðaslamm Borgarbókasafns árið 2013.
Mynd/Aðsend

Borgar­bóka­safn

Fjöl­breytt dag­skrá verður hjá Borgar­bóka­safninu í Grófinni á Safna­nótt.

Ljóða­slamm Borgar­bóka­safns fer fram klukkan 20.00 þar sem hæfi­leika­fólk á sviði ljóð- og sviðs­listar flytja frum­samin verk. Ljóða­slamm hefur verið reglu­legur og vin­sæll við­burður á Borgar­bóka­safninu í gegnum tíðina. Þekkt skáld, tón­listar­fólk og sviðs­lista­fólk hafa stigið sín fyrstu skref í Slamminu, enda er ljóða­slamm, eða Poetry Slam, list­form sem út­færa má á fjöl­breyttan máta.

Ljóða­slamm felst í flutningi frum­samins ljóðs, þar sem á­herslan er ekki síður á flutninginn en á ljóðið sjálft. Þannig telst hefð­bundinn ljóða­upp­lestur ekki til ljóða­slamms, heldur er á­herslan á ljóða­flutning sem sviðs­list.

Nem­endur fram­halds­brautar Klassíska list­dans­skólans sýna brot úr sviðs­verkinu Flæði klukkan 21.00 sem þau hafa endur­gert og að­lagað rými safnsins. Kvöldið endar svo á því að DJ Bjarni K. leikur fyrir dansi klukkan 22.00.