Menning

Kona fer vestur: Þau henda þá bara eggjum í okkur

Bene­dikt Er­lings­son verður með sér­staka sýningu á kvik­mynd sinni Kona fer í stríð á Ísa­firði á þriðju­daginn. For­svars­mönnum Vestur­verks, Vest­fjarðar­stofu og bæjar­full­trúum er öllum boðið sér­stak­lega á sýningunna. Ef fólki líkar ekki myndin segir leik­stjórinn að það geti kastað eggjum í hann.

Benedikt vonast til þess að Kona fer í stríð geti opnað á hlýlegt samtal um stóriðju á Vestfjörðum. Fréttablaðið/Samsett

Benedikt Erlingsson fer ásamt föruneyti með kvikmynd sína Kona fer í stríð til Ísafjarðar á þriðjudaginn. Forsvarsmönnum Vesturverks, Vestfjarðarstofu og öllum bæjarfulltrúum á Ísafirði og Bolungarvík er boðið á sérstaka sýningu myndarinnar.

Benedikt segist vonast til þess að myndin geti opnað á uppbyggilegt samtal um stóriðju og náttúruvernd á Vestfjörðum. „Efni myndarinnar snertir kannski á þessum stóru málefnum sem brenna núna á Vestfirðingum,“ segir Benedikt í samtali við Fréttablaðið.

Sjá einnig: Bíódómur: Rambó skellir sér í skautbúning

„Þannig að hugmyndin er að kannski er hægt að fara inn í þetta samtal út frá listrænum forsendum og verða svo alvarleg og pólitísk. Þetta er mögulega leið til þess að gera þessa umræðu hlýjari þannig að við hlustum betur hvort á annað. Þetta er kannski vettvangur til að taka þessa umræðu á hlýjan og aðeins annan hátt í framhaldi af myndinni.“

Sjá einnig: Lækna-Tómas leggur í ljónsgin Vestfirðinga

Að sýningu lokinni stýrir Ragnar Bragason, leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður, pallborðsumræðum með Benedikt, Birnu Lárusdóttur, upplýsingafulltrúa Vesturverks, Pétri Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, og Tómasi Guðbjartssyni lækni.

Þá verður tekið við spurningum úr sal þannig að ætla má að umræðurnar verði fjörugar enda Vestfirðingar þekktir fyrir að láta hressilega í sér heyra þegar þeir telja að sér vegið.

Benedikt er þó hvergi banginn. „Nei, nei, það er engin ástæða til að ætla annað en að þetta verði bara skemmtilegt og ef fólki líkar ekki myndin þá getur það kastað í okkur tómmötum og eggjum. Það er viðeigandi og myndin býður upp á það. Ég meina ég get ekki verið á móti aktívisma.“

Sjá einnig: Tómas læknir fer í stríð

Benedikt segist ekkert hafa frétt af því hvort margir hinna sérstöku boðsgesta hafi þekkst boðið. „Ég veit það ekki en ég vona bara að sem flestir komi það þýðir ekkert að predika alltaf bara fyrir trúuðum og það á við í báðar áttir. Við verðum að hittast.“

Sýningin hefst í Ísafjarðarbíói klukkan 17 á þriðjudaginn og miðaverð er aðeins 1000 krónur í stað 1700.

Rétt er að geta þess að Kona fer í stríð er enn sýnd í Reykjavík í Smárabíói, Bíó Paradís og Laugarásbíói.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Bar­áttan gegn Hvalár­­virkjun er rétt að byrja

Innlent

Hvalár­virkjun mót­mælt úr Há­degis­móum

Innlent

Um­hverfis­vinir taka Gunnar Braga til bænanna

Auglýsing

Nýjast

Teitur og Kara­batic í dag og fyrir tíu árum

Ellý: Ein­hver í Seðla­bankanum þarf rassskell

Rúnar filmaði fæðingu ó­­­kunnugrar konu

Viðkvæmnin „komin út fyrir öll eðlileg mörk“

Rúrik og Nathalia á landsleiknum

Næring+ nýr drykkur frá MS

Auglýsing