Tilraun forsvarsmanna flugfélagsins Ryanair til að stríða forsvarsmönnum keppinautanna í British Airways á samfélagsmiðlinum Twitter í dag kom í bakið á því með nokkuð fyndnum hætti, að því er fram kemur á vef BBC.

Í færslu, sem má sjá hér að neðan, lagði Ryanair það til við einhvern hjá British Airways að þeir myndu glugga í einfalda leiðbeiningabók í kjölfar frétta sem bárust af flugvél flugfélagsins í gær þar sem henni var flogið til Edinborgar í Skotlandi í stað Dusseldorf í Þýskalandi. 

Stríðnin kom þó í bakið á lággjaldaflugfélaginu, sem er eitt það óvinsælasta í Evrópu, en fjöldinn allur af netverjum svöruðu færslu félagsins og lögðu til að það gæti hugsanlega sjálft haft gott af því að lesa sér til í ýmsum málum svo sem eins og verkalýðslögum og þjónustu í nokkrum fyndnum færslum.