Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel er nokkuð vel þekktur fyrir hrekkina sína og á því var engin undantekning nú á dögunum en Kimmel sýndi þar nokkur myndbönd frá foreldrum sem hrekktu börn sín eftir ráðleggingum frá Kimmel.

Þegar heimskautalægðin reið yfir Bandaríkin í lok síðasta mánaðar skoraði Kimmel á foreldra að bjóða krökkum sínum upp á spagettí en í staðinn fyrir að bera það fram með hakki eða kjötbollum, að bera það fram með snjóboltum og taka það upp á Youtube. 

„Þetta er versta uppskrift allra tíma,“ segir einn krakkanna, illa svekktur með það sem hann bjóst við að yrði almennileg máltíð. Flestir krakkarnir brugðust ruanar þannig við og skildu ekkert í því hvað foreldrar þeirra voru að bralla, í þessu sprenghlægilega myndbandi.