Lífið

Stríddu börnunum með spagettí og snjó­­boltum

Bandarískir foreldrar brugðust við áskorun Jimmy Kimmel og stríddu börnum sínum með því að bjóða þeim upp á spagettí og snjóbolta, flestum krakkanna til mikillar mæðu.

Sú litla átti afmæli og var ekki allskostar sátt við uppátæki foreldranna. Fréttablaðið/Skjáskot

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel er nokkuð vel þekktur fyrir hrekkina sína og á því var engin undantekning nú á dögunum en Kimmel sýndi þar nokkur myndbönd frá foreldrum sem hrekktu börn sín eftir ráðleggingum frá Kimmel.

Þegar heimskautalægðin reið yfir Bandaríkin í lok síðasta mánaðar skoraði Kimmel á foreldra að bjóða krökkum sínum upp á spagettí en í staðinn fyrir að bera það fram með hakki eða kjötbollum, að bera það fram með snjóboltum og taka það upp á Youtube. 

„Þetta er versta uppskrift allra tíma,“ segir einn krakkanna, illa svekktur með það sem hann bjóst við að yrði almennileg máltíð. Flestir krakkarnir brugðust ruanar þannig við og skildu ekkert í því hvað foreldrar þeirra voru að bralla, í þessu sprenghlægilega myndbandi. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Qu­een og Adam Lambert koma fram á Óskarnum

Lífið

Punis­her og Jessi­ca Jones síðust úr Mar­vel af Net­flix

Matur

Dill missti einu ís­lensku Michelin-stjörnuna

Auglýsing

Nýjast

Skál! fær viður­kenningu frá Michelin

Smyrill á tólftu hæð: „Virtist alveg sama um okkur“

Forritið Tudder: „Eins og Tinder fyrir nautgripi“

Dásamlegar heimagerðar beyglur

Ás­dís Rán setur Söru Heimis stólinn fyrir dyrnar

Crowninn eins og elsta barnið

Auglýsing