Lífið

Strákarnir fá fullt af skyri

Ísey skyr verður á matseðli íslenska landsliðsins í Rússlandi en kælir liðsins er nú troðinn af íslensku MS-skyri sem framleitt er í Rússlandi. Gæti orðið stjarna HM utan vallar.

Hinrik Ingi Guðbjargarson og Kirill Dom Ter-Martirosov ætla að bjóða upp á skyr í Rússlandi. Mynd/Hörður sveinsson

Ari Edwald, forstjóri MS, segir fyrirtækið stolt af stuðningi sínum við íslenska landsliðið og bíður hann eins og alþjóð spenntur eftir fyrsta leik liðsins á mótinu þegar Ísland mætir Argentínu.

Framleiðsla á Ísey skyri er í startholunum í Rússlandi en fyrsta verkefni Lactika, sem framleiða mun Ísey skyr þar í landi, var að framleiða skyr eftir íslenskri uppskrift og með upprunalega skyrgerlinum fyrir landsliðshópinn.

„Þetta verkefni gekk eins og í sögu var afar ánægjulegt að hefja framleiðslu á Ísey skyri fyrir strákana okkar áður en flautað verður til leiks á HM. Miklar vonir eru bundnar við gott gengi skyrsins í Rússlandi og er stefnt að því að skyrið fari í verslanir ytra á næstu vikum og mögulega áður en mótið hefst,“ segir Ari.

Ef allar áætlanir ganga eftir verður það því ekki einungis íslenski landsliðshópurinn sem mun gæða sér á Ísey skyri í Rússlandi á næstu misserum heldur jafnframt íslenskir áhorfendur og aðrir sem staddir eru þar í landi.

Þegar vika er í fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins á HM í fótbolta er að mörgu að huga og standa kokkar liðsins í ströngu þessa dagana. Þeir Hinrik Ingi Guðbjargarson og Kirill Dom Ter-Martirosov eru mættir til Rússlands að undirbúa matseðilinn og er íslenska skyrið að sjálfsögðu á meðal þess sem strákarnir munu gæða sér á.

Að sögn Hinriks og Kirill er allt á fullu og mikil tilhlökkun að takast á við það verkefni að næra strákana og fylgdarlið þeirra meðan á mótinu stendur. Kokkarnir fylgja liðinu milli borganna þriggja, Moskvu, Volgograd og Rostov, en miklu máli skiptir að leikmenn borði holla og næringarríka fæðu sem þeir þekkja.

Ekkert lát virðist vera á vinsældum þessarar íslensku vöru um heim allan og heldur íslenska skyrið áfram að hasla sér völl á erlendri grundu.

„Við erum að selja Ísey skyr á um það bil 17 mörkuðum í dag og virðist skyrið falla vel að þeim straumum sem eru í gangi í matarsmekk á alþjóðavísu. Eins og flestir vita er skyrið afar próteinríkt og hentugt að grípa með sér svo það kemur okkur ekki á óvart að fleiri þjóðir en Íslendingar taki skyrinu svona vel,“ segir Ari.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fólk

Möguleikarnir nær óþrjótandi

Lífið

Ástin blómstrar eftir Bachelorinn: „Ég vildi fara heim með henni“

Lífið

Eiga von á eineggja tví­burum

Auglýsing

Nýjast

Lokkandi leirtau úr Landmannalaugum

Afskaplega gott að syngja eftir Jón Ásgeirsson, það virkar allt

Kóngur ofurhuganna

Landsliðs­strákar skemmtu sér á Miami eftir lands­leik

Fantasían Storm­sker hlaut barna­bókar­verð­launin

Fann kraftinn minn aftur

Auglýsing