Gram­my-verð­launa­há­tíðin fór fram í Los Angeles í nótt og var mikið um dýrðir á há­tíðinni sem haldin var í 65. skiptið. Beyoncé, Harry Sty­les og Kendrick Lamar voru sigur­vegarar há­tíðarinnar og náði Beyoncé sér­stak­lega merkum á­fanga.

Beyoncé var til­nefnd í átta flokkum og vann hún til fjögurra verð­launa, meðal annars fyrir bestu dans/raf­plötu ársins. Þá var lag hennar, Cuff It, valið besta R&B-lagið.

Beyoncé er nú orðin sigur­sælasti tón­listar­maður í sögu Gram­my-verð­launanna en hún hefur nú unnið til 32 verð­launa í sögu há­tíðarinnar. Fór hún fram úr tón­skáldinu Georg Salti sem átti metið lengi vel.

Plata Harry Sty­les, Harry‘s Hou­se, var valin plata ársins og þá var lag Lizzo, About Damn Time, valið lag ársins. Kendrick Lamar vann til þriggja verð­launa á há­tíðinni, meðal annars fyrir bestu rapp­plötuna og besta rapp­lagið, The Heart Part 5.

Viola Davis varð í gær­kvöldi á­tjánda manneskjan til að vinna Emmy-, Gram­my-, Óskars- og Tony-verð­laun og varð hún þar með svo­kallaður EGOT-verð­launa­hafi. Davis hlaut verð­laun fyrir hljóð­bók sína, Oh my God!

Síðasta manneskjan til að verða EGOT-verð­launa­hafi er Jenni­fer Hudson árið 2021 en meðal annarra EGOT-verð­launa­hafa má nefna John Legend, Andrew Lloyd Webber, Whoopi Gold­berg, Mel Brooks og Audrey Hep­burn.

Björk Guð­munds­dóttir var til­nefnd til verð­launa fyrir bestu plötu í flokki altnernati­ve-tón­listar en hlaut ekki verð­laun að þessu sinni. Féllu verð­launin í skaut bresku hljóm­sveitarinnar Wet Leg fyrir sam­nefnda plötu.

Harry Styles hlaut verðlaun fyrir plötu ársins.
Mynd/Getty Images