Tón­skáldið og hljóm­sveitar­stjórinn Maria Schneider stjórnar Stór­sveit Reykja­víkur á 30 ára af­mælis­tón­leikum sveitarinnar í Hörpu á sunnu­dag. Maria er eitt stærsta nafnið í stór­sveita­heiminum um þessar mundir, hefur hlotið sjö Gram­my verð­laun og unnið með heims­þekktum lista­mönnum á borð við David Bowi­e, Sting og Wynton Mar­sa­lis.

Spurð um hvernig það hafi komið til að hún var fengin til að stjórna Stór­sveitinni segir Maria:

„Fyrir mörgum árum var mér boðið hingað til að stjórna. Ég varð svo hrifin og það var svo gaman að vinna með öllum tón­listar­mönnunum að ég hef haft það í huga öll þessi ár að það væri gaman að koma aftur, þannig ég var mjög spennt þegar þeir höfðu sam­band.“

Maria er bú­sett í New York en ferðast víða um heim til að flytja tón­list sína og var ný­komin frá Anda­lúsíu á Spáni þegar blaða­maður hitti hana. Hún segir hverja og eina hljóm­sveit sem hún vinnur með hafa sinn ein­staka karakter.

„Það er gaman að heyra þær fara sínar eigin leiðir innan tón­listarinnar. Það byrjar oftast þannig að allir vinna saman að því að setja saman tón­listina og síðan kemur augna­blikið þegar þeir byrja að gera hana að sinni eigin. Það er staðurinn sem ég vil komast á því þá birtist tón­listin allt í einu og sýnir á sér nýja hlið sem ég hef aldrei upp­lifað áður.“

Maria Schneider hefur ferðast víða um heim og flutt tónlist sína með fjölmörgum stórsveitum.
Mynd/Aðsend

Ís­land ein­stakur staður

Hvers konar tón­list verður flutt á tón­leikunum á sunnu­dag?

„Þetta eru allt mínar eigin tón­smíðar, allt frá tón­list sem er inn­blásin af bar­áttu minni við stór tækni­fyrir­tæki, tón­list sem er inn­blásin af stöðum sem ég hef heim­sótt, á borð við Brasilíu, til tón­listar sem er inn­blásin af fuglum sem eru eitt af mínum helstu á­huga­málum.“

Eitt af því sem Maria segist elska hvað mest við stór­sveita­tón­list og það að ferðast um heiminn til að leika hana, er að slík tón­list gefi tón­listar­mönnunum tæki­færi til að sýna hvað í þeim býr og tjá sig per­sónu­lega í gegnum flutninginn.

„Fyrir mér þá er það fegurðin við að koma á stað eins og Ís­land, sem er svo al­gjör­lega ein­stakur. Eða ég ætti kannski bara að segja ein­stakur. Þegar ég vann með David Bowi­e þá sagði hann nefni­lega við mig: „Maria, þú átt aldrei að segja að eitt­hvað sé mjög ein­stakt, ein­stakt er ein­stakt, það er ekkert til sem heitir mjög ein­stakt.“ Þannig að ég ætla að stíga skref til baka og segja að Ís­land sé ein­stakur staður sem á engan sinn líka.“

Ekki margar konur

Það eru ekki margir kven­kyns hljóm­sveitar­stjórar í tón­listar­heiminum. Af hverju heldurðu að það sé?

„Á síðustu árum hafa verið að koma fram fleiri og fleiri konur bæði í djass­heiminum og hinum klassíska. En af hverju það eru ekki fleiri veit ég ekki. Ég held að hluti af á­stæðunni sé sá að þegar þú sérð ekki marga eins og sjálfa þig þá hvarflar það ekki eins mikið að þér að gera þennan til­tekna hlut.“

Maria segir það hafa haft mikil á­hrif á sig þegar hún sá tón­leika sem japanski kven­kyns hljóm­sveitar­stjórinn Tos­hik­o Aki­yoshi stýrði á há­skóla­árum hennar í Minnea­polis.

„Það var svo fal­legt og ég man eftir að hafa hugsað með mér: „Vá! Get ég gert þetta?“ En það var ekki af því hún var kona heldur af því að þetta var hljóm­sveitar­djass leikinn í tón­leika­sal. Ég hafði mikinn á­huga á því að blanda saman djassi og klassískri tón­list og sam­eina öll þessi ó­líku á­hrif í tón­list fyrir stór­sveit. Og þarna var hún að gera ná­kvæm­lega það!“

Maria bætir því við að hún hafi aldrei hugsað mikið um það að vera sjálf kona um­kringd karl­mönnum í tón­listar­heiminum en viður­kennir þó að undir niðri hafi það haft mótandi á­hrif á hana að sjá konu eins og Tos­hik­o Aki­yoshi gera það sem hún vildi gera.

Á stað sem er jafn ein­stakur og Ís­land þá er svo sannar­lega rými fyrir tón­listina að þróast og vaxa og verða eitt­hvað virki­lega sér­stakt.

Spuna­tón­list mikil­væg

Að sögn Mariu er spuna­tón­list ein mikil­vægasta tón­listar­tegundin í djass­heiminum vegna þess að hún gefur tón­listar­mönnunum tæki­færi til að tjá sér­ein­kenni síns menningar­heims og dragi fram per­sónu­leika tón­listar­mannanna ó­líkt því þegar tón­list er leikin beint af blaði.

„Á stað sem er jafn ein­stakur og Ís­land þá er svo sannar­lega rými fyrir tón­listina að þróast og vaxa og verða eitt­hvað virki­lega sér­stakt. Hún þarf bara smá stuðning til að komast af stað og síðan gerist það af sjálfs­dáðum,“ segir hún.

Tón­leikar Mariu Schneider og Stór­sveitar Reykja­víkur fara fram í Eld­borg í Hörpu á sunnu­dag kl. 20. Að­gangur er ó­keypis og miða má nálgast á harpa.is.