Eftir að ástralska leik- og söngkonan Olivia Newton-John lést í gær, aðeins 73 ára að aldri, eftir þrjátíu ára baráttu við brjóstakrabbamein, fóru að berast einlægar færslur frá stórstjörnum á samfélagsmiðlum sem heiðruðu minningu hennar.

Olivia Newton-John, sem var hvað þekktust fyrir stórleik sinn í hlutverki Sandy í söngleiknum Grease árið 1978, virðist hafa átt fallegt vinasamband við mótleikara sinn, John Travolta, sem fór með hlutverk Danny Sucko í fyrrnefndri kvikmynd.

„Mín kæra Olivia, þú hefur gert líf okkar allra svo miklu betra. Áhrif þín voru ótrúleg. Ég elska þig svo mikið. Við munum hitta þig seinna og við verðum saman á ný. Þinn frá fyrstu stundu sem ég sá þig og að eilífu. Þinn Danny, þinn John!,“ skrifaði Travolta á Instagram.

Spandex buxurnar áhrifamiklar

Breski söngvarinn Sir Rod Stewart minnist vinkonu sinnar einnig í einlægri færslu. Hann segir Newton-John hafa verið hina fullkomnu konu; hún hafi verið glæsileg með frábæra skapgerð og fágun.

Þá segir Stewart að spandex buxurnar hennar í kvikmyndinni Grease hafi verið honum innblástur á tímabili í lífi hans.

Söngkonan Kylie Minouge minnist söngkonunnar í færslu á Twitter þar sem hún segist hafa litið upp til Newton-John síðan hún var tíu ára gömul og muni alltaf gera. Minogue segir Newton-John jafnframt vera henni innblástur á marga vegu.

Söngkonan Mariah Carey deilir minningum og áhrifum Oliviu Newton-John á líf hennar frá því hún var lítil .

„Ég varð fyrst ástfangin af rödd Oliviu þegar ég var lítil stelpa og heyrði lagið, I Honestly Love you.“

Þá segist hún hafa klætt sig eins og uppreisnar týpan af Sandy á Hrekkjavökunni í fimmta bekk og trúað því að hún væri aðal skvísan.

Sænska hljómsveitin ABBA minnist Newton-John í færslu á Twitter með samansafni af myndum af meðlimum sveitarinnar með Newton-John í gegnum árin.

„Sorglegt að heyra fréttirnar um að söngkonan, leikkonan og baráttukonan Olivia Newton-John sé látin 73 ára að aldri. Hvíl í friði,“ skrifar leikarinn Clint Eastwood í færlsu á Twitter.

Fjölmiðlakonan og spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey, minnist þess þegar Newton-John sagði í viðtali við Gayle King, vinkonu Winfrey, að hún hafi ekki látið krabbameinsgreininguna hafa áhrif á líf hennar. Hún lifði í jákvæðninni.

„Þín verður saknað, Olivia. Minnist góðu tímanna,“ skrifar Winfrey.

Söng,- leik og sjónvarpskonan Paula Abdul deilir titli á lagi úr Grease til minningar um leikkonuna á Twitter, „Hopelessly Devoted to You.”

Freddy Mercury leikarinn, John Blunt, birti mynd af honum og Oliviu frá árinu 1980.

Dóttir leikkonunnar, Chloe Lattanzi, minnist móður sinnar með fallegum myndum af þeim mæðgum í gegnum árin.