Hasar- og gaman­myndin Leyni­löggan er væntan­leg í Sam­bíóin síðar á árinu en stutt stikla úr myndinni var frum­sýnd fyrr í dag. Stór­skota­lið Ís­lands er að finna í myndinni sem hefur þegar hlotið um­fjöllun utan land­steina og var til að mynda sýnd á kvik­mynda­há­tíð í Sví­þjóð.

Auðunn Blön­dal og Sverrir Þór Sverris­son áttu hug­myndina að myndinni árið 2011 í þáttunum Auddi og Sveppi þegar þeir tóku þátt í tra­iler-keppni og 10 árum síðar hófust tökur á myndinni, sem einnig er hugar­fóstur Egils Einars­sonar, eða Gillz eins og hann er gjarnan þekktur.

Enginn annar en lands­liðs­maðurinn Hannes Þór Hall­dórs­son leik­stýrir myndinni en hann sá einnig um hand­rits­gerð á­samt Sveppa og Nínu Peter­sen. Lilja Ósk Snorra­dóttir hjá Pegasus fram­leiðir myndina og er Elli Cassata kvik­mynda­töku­maður.

Fyrsta kvikmyndahlutverk Rúriks

Auddi, Sveppi og Gillz fara allir með hlut­verk í kvik­myndinni á­samt Steinunni Ó­línu Þor­steins­dóttur, Birni Hlyni Haralds­syni, Vivian Ólafs­dóttur, og öðrum stór­glæsi­legum leikurum. Þá má einnig glitta í heitustu söngvara landsins, Bríeti og Jón Jóns­son.

Þá má einnig sjá fyrrum lands­liðs­manninn Rúrik Gísla­son í stiklunni en hann hefur síðast­liðnar vikur haft ýmis­legt fyrir stafni, meðal annars gefið út sitt fyrsta lag og gert góða hluti í þýsku út­gáfu Allir geta dansað. Um er að ræða hans fyrsta hlut­verk í kvik­mynd.

Stikluna sem um ræðir má finna hér fyrir neðan en Auðunn Blön­dal leikur þar „besta lög­reglu­mann Reykja­víkur og er í bar­áttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættu­legustu glæpa­menn landsins.“

Hugmyndin á bak við myndina kom fyrst upp fyrir tíu árum.