Athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner og rapparinn Travis Scott héldu upp á eins árs afmæli dóttur sinnar, Stormi, í gær. Sú stutta átti afmæli fyrir rúmri viku og biðu því aðdáendur skötuhjúanna og afkvæmis þeirra, spenntir eftir afmælisveislunni. 

Kylie, sem er hluti af Kardashian-Jenner fjölskyldunni er nefninlega vön að tjalda öllu til líkt og systur sínar þegar kemur að veisluhöldum. Aðdáendur urðu ekki fyrir vonbrigðum því athafnakonan virðist hafa skapað heilan skemmtigarð í tilefni fyrsta afmælis Stormi. Á Instagram-síðu sinni leyfir hún aðdáendum að fylgjast með fjörinu. Í færslu sem hún birti í gær af sér og afmælisbarninu stendur einfaldlega: „Ég varð að fara alla leið fyrir barnið mitt“ ásamt því að setja myllumerkið „HeimurStormi“.

View this post on Instagram

i had to go all out for my baby. #StormiWorld

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on

Heimur Stormi á svo sannarlega vel við því ef marka má myndbrot, sem áhrifavaldurinn birti á Instagram síðu sinni, má sjá hvernig heill skemmtigarður var byggður upp fyrir þá stuttu, með hinum ýmsu leiktækjum. Þá virðist sem inngangurinn sé gríðarstórt höfuð af ungabarninu sem hinir heppnu gestir veislunnar geta gengið inn í. 

Myndir af Stormi skreyttu svo veggi veislunnar, matföng voru merkt henni og jafnvel heil búð sett upp henni til heiðurs.

Gera má ráð fyrir að Stormi hafi fengið feikinóg af gjöfum frá hinum og þessum fyrirmennum. Í myndbroti sem móðir hennar birtir má þó seinungis sjá eina gjöfina, rautt Chanel veski sem sú litla fékk í afmælisgjöf. Móðir hennar er himin lifandi með gjöfina, ef marka má myndbrotið og heyrist skríkja kát: „Fyrsta Chanel veskið hennar Stormi“

Það tæki eflaust hálfan daginn að lýsa öllum þeim furðum sem birtast í afmælisveislunni. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot.