Heimur fræga fólksins í Hollywood hefur oftar en ekki verið litaður ó­raun­veru­legum ljóma og hafa leikarar og leik­konur sjaldan verið sökuð um að stuðla að birtingu blá­kalds raun­veru­leikans. Það eru þó vissu­lega til undan­tekningar á þeim staðal­í­myndum.

Frétta­blaðið tók saman nokkrar af frægustu leik­konum heims sem hafa ekki hikað við að birta myndir af sér ó­máluðum og án filters. Leik­konurnar eiga það sam­eigin­legt að vilja berjast gegn falskri í­mynda­sköpun á sam­fé­lags­miðlum og birta því hvers­dags­legum myndum af sér í bland við myndir þar sem þær sjást í fullum skrúða.

Hér fyrir neðan eru tíu af hæst launuðu leik­konum Hollywood í dag án stríðs­málningar og fyrir­hafnar.

Mynd/Instagram
  1. Ein ástsælasta leikkona allra tíma Cameron Diaz fagnaði nýlega 47 ára afmæli sínu. Hér má sjá hina síungu Díaz án farða.
Mynd/Instagram

2. Aðdáendur Modern Family stjörnunnar Sofiu Vegara höfðu orð á því að 44 ára gamla leikkonan liti út eins og táningur á þessari mynd. Ástæðan að sögn Sofiu var að hún var fárveik með hita. Það eru líklega ekki margir sem bera veikindi jafn vel.

Mynd/Instagram

3. Desperate Housewives stjarnan Eva Longoria birti þessa hversdagslegu sjálfu af sér á Instagram.

Mynd/Instagram

4. Anne Hathaway er ein af hæst launuðustu leikkonum í Hollywood og virðist ekki hafa elst um einn dag frá því að hún byrjaði feril sinn á kvikmyndinni Princess Diaries.

Mynd/Instagram

5. Drew Barrymore virðist líkt og Hathaway lítið eldast með tímanum.

Mynd/Instagram

6. Cara Delevingne er þekkt fyrir að sleppa því iðulega að setja á sig farða enda virðist hún hafa lítil not fyrir þá fyrirhöfn.

Mynd/Instagram

7. Kristen Bell virðist vera ánægð með matchabollann sinn á þessari mynd en hún er að eigin sögn nývöknuð á myndinni.

Mynd/Instagram

8. Reese Witherspoon virðist búa yfir þeim ónáttúrulega hæfileika að líta alltaf nákvæmlega út eins og hún gerði í Legally Blonde árið 2001.

Mynd/Instagram

9. Helen Mirren er komin á áttræðisaldur og býr yfir tímalausri fegurð sem hún hikar ekki við að sýna á samfélagsmiðlum.

Mynd/Instagram

10. Stórleikkonan Gwyneth Paltrow birti þessa sjálfu í tilefni af 44 ára afmæli sínu. Geri aðrir betur.