Nú bíða frétta­menn þess að ríkis­stjórnin ljúki fundi sínum um nýjar sótt­varna­að­gerðir. Fundurinn hófst klukkan tíu og sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins er við­búið að hann muni standa í nokkurn tíma í við­bót.

Stór­leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannes­son var á gangi í Tjarnar­götu með hundinn sinn og heilsaði upp á frétta­menn. Hundurinn er hrein­ræktaður af tegundinni Coton de Tulear og ber nafnið Hlynur.

Hlynur lét vel að frétta­mönnum.
Fréttablaðið/Ingunn Lára Kristjánsdóttir
Fréttablaðið/Ingunn Lára Kristjánsdóttir