Nú bíða fréttamenn þess að ríkisstjórnin ljúki fundi sínum um nýjar sóttvarnaaðgerðir. Fundurinn hófst klukkan tíu og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er viðbúið að hann muni standa í nokkurn tíma í viðbót.
Stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson var á gangi í Tjarnargötu með hundinn sinn og heilsaði upp á fréttamenn. Hundurinn er hreinræktaður af tegundinni Coton de Tulear og ber nafnið Hlynur.

Hlynur lét vel að fréttamönnum.
Fréttablaðið/Ingunn Lára Kristjánsdóttir

Fréttablaðið/Ingunn Lára Kristjánsdóttir