Hinn myndarlegasti storkur stoppaði við á skrifstofu fastanefndar Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg í gær.
Í myndskeiði sem deilt var á Twitter-aðgangi þeirra má sjá fuglinn spássera um skrifstofuna og starfsmann segja við annan að koma ekki niður, fuglinn gæti upplifað sig umkringdan.
Í færslunni sem deilt var sagði að þar sem að fuglinn sýndi engan áhuga á því að yfirgefa skrifstofuna ætluðu þau að bjóða honum starfsnám.
This handsome #stork came by our office for a visit!
— Iceland at CoE 🇮🇸 (@IcelandCoE) June 28, 2022
He’s not showing any interest in leaving so we might offer him an internship. #Strasbourg #StorksofStrasbourg #Alsace pic.twitter.com/42tvj10YQu
Sakna hans strax
Í dag var svo sagt frá því að storkurinn hafi gist hjá þeim nótt, fengið að borða og sofið en hafi svo verið fjarlægður af viðeigandi yfirvöldum. Þau segjast sakna hans strax og að hann hafi líklega verið of ungur fyrir starfsnám.
Turns out our new #stork intern was a bit too young for employment. He stayed at our 🏠 through the night with food & water & he had a good 😴 until he was picked up by Groupe SACPA for further care. We wish him a long & happy stork life in #Strasbourg
— Iceland at CoE 🇮🇸 (@IcelandCoE) June 29, 2022
We miss him already! ❤️ pic.twitter.com/mQax7HUhxi