Menning

Stóri skjálfti eftir Auði Jóns á hvíta tjaldið

Kvikmyndin Skjálfti er væntanleg í bíóhús eftir að hafa hlotið vilyrði fyrir framleiðslustyrk frá Kvikyndamiðstöð Íslands. Myndin byggir á verðlaunabók Auðar Jónsdóttur, Stóra skjálfta.

Auður Jónsdóttir rithöfundur og Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri.

Kvik­myndin Skjálfti hefur hlotið vil­yrði fyrir fram­leiðslu­styrk frá Kvik­mynda­mið­stöð Ís­lands fyrir árið 2020. Um er að ræða kvik­mynd sem byggir á verð­launa­bók Auðar Jóns­dóttur, Stóra skjálfta. 

Fram­leiðandi verður Hlín Jóhannes­dóttir undir merkjum Ursus Parvus, en Freyja Filmwork með­fram­leiðir á­samt fleirum, að því er segir í til­kynningu. Tinna Hrafns­dóttir leik­stýrir myndinni. 

„Þróunar­ferlið hefur gengið vel og hefur verk­efnið verið valið inn á ýmsar virtar hand­rita- og kvik­mynda­smiðjur, til að mynda TIFF Filma­kers Lab á kvik­mynda­há­tíðinni í Tor­onto á síðasta ári, sem og mikil­væga al­þjóð­lega sam­fram­leiðslu­markaði,“ segir í til­kynningunni. 

Stóri skjálfti var gefin út af Máli og Menningu árið 2015 og var til­nefnd til Ís­lensku bók­mennta­verð­launanna. Bókin hlaut Ís­lensku bók­sala­verð­launin og til­nefningu til Menningar­verð­launa DV. Banda­ríska út­gáfu­fyrir­tækið Dottir Press tryggði sér ný­verið út­gáfu­réttinn á bókinni á ensku. Áður höfðu þýski út­gáfu­risinn Random­Hou­se /btb og un­verski út­gefandinn Gondolat Kia­do tryggt sér út­gáfu­rétt bókarinnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Í sam­tali við söguna

Menning

Kristín Þóra valin í úr­vals­lið ungra evrópskra leikara

Menning

Bókar­kafli: Geð­veikt með köflum

Auglýsing

Nýjast

Hið góða mest gúgglað árið 2018

Plötuðu milljónir Twitter not­enda fyrir skóla­verk­efni

Bjóða þeim sem eru einir á jólum í há­tíðar­kvöld­verð

Súkku­laði flæddi um götur þýsks smá­bæjar

Fox hrædd við að opna sig þrátt fyrir #MeT­oo

Konur í aðalhlutverkum vinsælli en karlar

Auglýsing