Stórglæsileg penthouse-íbúð með „New York Loft“ yfirbragði á besta stað í miðbænum er nú til sölu.

Hægt er að skoða íbúðina á fasteignavef Vísis.

Íbúðin er staðsett á Grettisgötu 5 og er nýuppgerð. Hönnun og útlit íbúðarinnar er einstakt í rústík stíl. Hún skartar grófu gegnheilu viðarparket á gólfi sem setur fallegan svip á íbúðina.

Mikil lofthæð er í íbúðinni sem og stórir gluggar sem gera hana bjarta og fallega.

Eignin er skráð í eigu fyrirtækisins Birdcore ehf., sem samkvæmt fyrirtækjaskrá er í eigu Gunnar Hólmsteins Guðmundssonar, einn stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins CLARA sem var selt til bandaríska hugbúnaðarrisans Jive Software árið 2013.

Samkvæmt fasteignavef Vísis er eigning skráð 176 fermetrar að stærð og er fasteignamat hennar 76,5 milljónir.

Ekkert verð er tilgreint í auglýsingunni en tilboð óskast.

Hér má sjá íbúðina.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Eldhúsið er afskaplega látlaust og fallegt.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Hjónaherbergið skartar þessum fallega arni.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Gegnheila viðarparketið setur mikinn svip á íbúðina.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Barnaherbergið er einstaklega stílhreint og hlýlegt.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is