Stórglæsileg lúxusvilla á stórhöfuðborgarsvæðinu en nú til sölu, en um er að ræða 267 fermetra einbýlishús með tæplega 41 fermetra innbyggðum bílskúr.
Húsið er á einni hæð með fjórum svefnherbergjum við Laxatungu í Mosfellsbæ.
Húsið er byggt árið 2012 og er sett verð á þessa fallegu eign 222 milljónir króna.
Húsið er einstaklega fallegt og vel skipulagt, en forstofan er með sérsmíðuðum fataskápum. Stofan er með smekklegum arinn og skemmtilegum glugga sem sem gefa birtu inn í rýmið.
Hjónaherbergi er rúmgott með sérsmíðuðum innréttingum í fataherbergi, en hægt er að ganga út í garð frá svaladyr herbergisins. Þá eru barnaherbergin þrjú öll mjög rúmgóð með sérsmíðuðum fataskápum.
Síðastliðin tvö ár hafa miklar endurbætur átt sér stað á húsinu, bæði að innan og utan. Eldhúsinnrétting og búrskápur er úr hnotu og fataskápar úr svartaðri eik, en Smíðaþjónustan sérsmíðaði innréttingarnar. Lumex hannaði alla lýsingu og koma öll ljós frá þeim.
Þá er arinn í húsinu, sem hannaður er af Rut Káradóttur innanhúsarkitekt, klæddur með blágrýti og granít.
Bílskúr hefur verið skemmtilega útfærður og breytt í æfingaaðstöðu og er rafmagnshleðslustöð á bílastæði fyrir framan bílskúrshurð.
Garðurinn, sem er hannaður af Ólafi Melsted landslagshönnuði, er með flísalagðri verönd og tveimur flísalögðum og steyptum pottum, bæði heitum og köldum. Báðir pottar eru tengdir við rafmagnskerfið og er stýringin í stórum skjá á vegg í eldhúsi. Þá er hágæða fimm manna infrarauð sána í garðinum sem og sturta.
Nánari upplýsingar um eignina er að finna á fasteignavef Fréttablaðsins.









