Nokkur fjöldi stór­furðu­legra mynda sem leikararnir í Fri­ends neyddust til að taka þátt í á árunum sem þættirnir voru í sýningu hafa nú náð dreifingu á netinu.

In­dependentgreinir frá en þar kemur fram að þetta sé ekki síst vegna til­kynningarinnar um að HBO Max streymis­veitan undir­búi nú sér­stakan endur­funda­þátt með leikurunum. Þættirnir hafa notið gríðar­legra vin­sælda um ára­bil.

Á einni af myndunum, sem þykja nokkuð furðu­legar, má sjá leikarana sex, þau David Schwimmer, Jenni­fer Ani­ston, Cour­ten­ey Cox, Matt LeBlanc, Lisa Kudrow and Matt­hew Perry sitjandi á hesti sem hefur verið teygður út með hjálp tölvu­tækni. Þá má sjá leikarana stilla sér upp líkt og um sé að ræða fanga­mynda­töku.