Menning

Stórblöð mæla með Ragnari

Ragnar Jónasson fær hrós hjá stórblöðum. Fréttablaðið/Stefán

Á dögunum mælti stórblaðið New York Times með nokkrum bókum við lesendur sína sem gætu kælt þá niður, en nokkuð heitt er í Bandaríkjunum um þessar mundir. Ein þessara bóka er Snjóblinda eftir Ragnar Jónasson en sagan gerist á Siglufirði. Hverri bók sem New York Times mælir með fylgir stutt tilvitnun og hjá Ragnari er vitnað í upphaf sögunnar: „Jörðin var snævi þakin, snjórinn svo hvítur að hann hafði nánast unnið sigur á myrkrinu þetta vetrarkvöld. Himneskur í hreinleika sínum. Það hafði snjóað frá því um morguninn, snjókornin voru stór og voldug, féllu tignarlega til jarðar.“ Meðal annarra bóka sem New York Times mælir með á þessum árstíma eru Lesið í snjóinn eftir Peter Höeg, Duld (The Shining) eftir Stephen King, Ethan Frome eftir Edith Wharton og Úlfhundurinn eftir Jack London.

Þetta eru ekki einu meðmælin sem Ragnar fær frá stórblöðum því Sunday Times birti á dögunum lista yfir þær bækur sem mælt er með að fólk taki með sér í sumarfríið og þar er að finna Dimmu sem er sögð vera frábær spennusaga, en þar rannsakar lögreglufulltrúinn Hilda síðasta sakamál sitt. Í Sunday Times er Ragnar í félagsskap með James Patterson og fyrrverandi Bandaríkjaríkjaforseta Bill Clinton sem eru höfundar metsölubókarinnar The President is Missing sem hefur fengið góða dóma. Meðal annarra höfunda á listanum er meistari John le Carré með bók sína A Legacy of Spies.

Af Ragnari sjálfum er það að frétta að hann er að leggja lokahönd á draugalega glæpasögu sem kemur út í haust.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Myndir frá Eystra­salts­löndunum í kast­ljósi

Menning

Leika þrjú verk sem öll eiga sína sögu

Menning

Rúm­­lega 80 ára Franki­e Valli treður upp í Höllinni

Auglýsing

Nýjast

Fimmtugur forstjóri á fljúgandi ferð

Katrín Tanja selur 70 milljóna króna íbúð í Skugganum

Björn Leifsson veiddi „World Class“ fisk

Hrókurinn gerði gott gleði­mót á norður­hjara veraldar

Erfið barátta við krabbamein

Líkamsrækt og hlaup

Auglýsing