Ólafur Darri Ólafs­son leikur aðal­hlut­verkið í sjón­varps­þáttunum Ráð­herrann sem hefja göngu sína á RÚV á sunnu­dags­kvöld. Nanna Kristín Magnús­dóttir og Arnór Pálmi Arnars­son leik­stýra þáttunum, sem eru átta talsins, og fjalla um há­skóla­kennarann Bene­dikt sem er dreginn inn í pólitík og endar sem for­maður stærsta stjórn­mála­flokks landsins og for­sætis­ráð­herra.

Eftir nokkra mánuði í starfi fer hann að verða var við geð­hvörf og sam­starfs­menn hans þurfa að leggja bæði stöðug­leika ríkisins og einka­líf sitt að veði til að halda sjúk­dómnum leyndum.

Þættirnir, sem Sagafilm fram­leiðir, segja þannig pólitíska sögu en eru einnig sagðir vera fjöl­skyldu­saga og saga manns sem glímir við sjúk­dóm sem hann er ekki fylli­lega með­vitaður um. Höfundar hand­rits eru Björg Magnús­dóttir, Birkir Blær Ingólfs­son og Jónas Margeir Ingólfs­son, á­samt Jóhanni Ævari Gríms­syni sem bættist við síðar í ferlinu.

„Ég er alveg sam­mála því að þetta er við­kvæmt mál­efni,“ segir Birkir Blær og bætir við að þegar sjúk­dómur eins og geð­hvörf er notaður í ein­hvers konar list­rænum til­gangi skipti máli að það sé gert af virðingu. „Og sýna sjúk­dóminn í eins sönnu ljósi og hægt er og við lögðum okkur rosa­lega mikið fram um það,“ heldur hann á­fram og bætir við að það hafi reynst nokkuð snúið á köflum.

Geð­veikt skálda­leyfi

„Þannig að við þurftum að undir­búa okkur með því að lesa mikið um sjúk­dóminn og reyndum okkar allra besta til þess að endur­skoða hlutina ef okkur var bent á að eitt­hvað væri ekki alveg sann­gjarnt.

En þar sem við erum að gera skáld­skap þá lékum við okkur náttúr­lega líka með sjúk­dóminn og við áttuðum okkur á því bara frekar snemma í ferlinu að ís­lenska þjóðin hefur marga svona bi-polar tend­ensa. Þetta er kannski svo­lítið stór full­yrðing en hún varð hálf­gert leiðar­ljós,“ segir Birkir og nefnir nokkur dæmi.

„Eins og birtan hérna, þar sem það er ýmist al­ger nótt eða síðan al­ger dagur, og síðan má nefna þessi mikil­mennsku­brjál­æðis­ein­kenni. „Við erum besta fjár­mála­landið og besta túr­ista­landið og svo besta sótt­varna­landið. Og fleira og fleira.“

Birkir segir að per­sóna Bene­dikts, sem er „bara svona geð­þekkur stjórn­mála­maður en með þennan sjúk­dóm“, haf i í ferlinu síðan orðið að tæki til að skoða ís­lensku þjóðina. „Og okkur þótti það svo skemmti­legur þráður til að fylgja.“

Kóngurinn er veikur

Birkir segir Ólaf Darra Ólafs­son leika burðar­hlut­verk Bene­dikts með miklum til­þrifum en Aníta Briem, Þuríður Blær Jóhanns­dóttir og Þor­valdur Davíð Kristjáns­son eru í öðrum aðal­hlut­verkum.

„Við reyndum bara að skrifa þetta án þess að í­mynda okkur ein­hverja leikara, en síðan bara í prufunum þá bara heillaði hann alla og gerði þetta ein­hvern veginn al­ger­lega að sínu,“ segir Birkir um Ólaf Darra. „Ég er rosa­lega spenntur að sjá fólk sjá Darra vegna þess að hann fær þarna í fangið karakter sem nær ein­hvern veginn yfir allt spek­trú­mið og hann skilar því ó­trú­lega vel og stækkaði karakterinn rosa mikið,“ segir Birkir áður en hann kafar dýpra í eðli Bene­dikts.

Unnur Ösp Stefánsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Aníta Briem í hlutverkum sínum í Ráðherranum sem hverfast um Benedikt sem missir tökin á tilverunni og sjálfum sér.

„Í rann­sóknar­vinnunni komumst við að einu sem mér fannst svo­lítið merki­legt. Það er náttúr­lega ekki frum­leg hug­mynd að það sé veikur kóngur. En það sem meira er er að það eru til alls konar bækur, rann­sóknir og kenningar um að þetta fari furðu oft saman. Að fólk fari svona pínu­lítið yfir … sé bara á mörkunum að vera með and­leg veikindi og séu frá­bærir leið­togar. Þannig að það virðist vera smá fylgni þarna sem okkur fannst ó­trú­lega spennandi að pota í og leika okkur á þessari línu,“ segir Birkir og kemur með ís­lenska raun­veru­leika­tengingu.

Önnur bomba

„Það hefur svo sem eitt­hvað svipað gerst áður á Ís­landi í kringum 1930 og við horfðum dá­lítið til stóru bombu-máls Jónasar frá Hriflu. Það er rosa­lega mikið púður ef maður fer að grafa í þessa hug­mynd. Mikið af vísunum og svona,“ segir hand­rits­höfundurinn þegar hann vísar í geð­veikis­málið svo­kallaða sem náði há­marki þegar Helgi Tómas­son, yfir­læknir á Kleppi, lýsti því yfir að hann teldi dóms­mála­ráð­herrann Jónas Jóns­son frá Hriflu sýna ein­kenni um geð­veiki og hann ætti því að segja af sér. Jónas sjálfur kallaði upp­á­komuna „stóru bombuna“, sem hún er kennd við enn þann dag í dag.

Sorg­lega fyndið

Birkir segir eitt­hvað um að fólk telji Ráð­herrann vera gaman­þætti en svo ein­falt sé málið ekki. „Það var fyndið að í ferlinu héldu allir að við værum að skrifa grín­þætti og þegar við vorum að kynna þættina lögðum við alltaf mikla á­herslu á að við værum ekki að gera grín að þessum sjúk­dómi, en þetta eru samt alveg spaugi­legir þættir vegna þess að þessi sjúk­dómur á bara oft dá­lítið spaugi­legar hliðar. Þannig að ég myndi segja að þetta væri bara eins og sjúk­dómurinn, tragi­kómískt, svona grát­bros­legt ein­hvern veginn, sorg­lega fyndið.“