Landsmenn fylgdust með í gærkvöldi þegar fréttir hrönnuðust inn á alla helstu vefmiðla sem birtar voru úr upptökum úr samtali nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem áttu sér stað á knæpunni Klausturbar í miðbæ Reykjavíkur fyrir stuttu.

Þá fór mikil umræða fram meðal íslenska Twitter samfélagsins þar sem ýmist var rætt um málið á alvarlegum forsendum eða gert stólpagrín að þessu öllu saman. Fréttablaðið tók saman öll þau helstu og fyndnustu tístin sem sett voru inn á vefinn seint í gær og snemma í dag.

Þegar Inga Sæland var kölluð Madame.

Hvort eigum við að gera hana að sendiherra eða fá okkur meiri bjór?

Þá var gert mikið grín að ummælum Sigmundar Davíðs um að það hafi verið eins og brotist hafi verið inn í síma þingmanna.

Hvað ætli Útvarp Saga segi um þetta mál? Það er allavega búið að ræsa út „Má ekkert lengur“ hf.

Milljónamæringurinn George Soros, sem Sigmundur Davíð velti einu sinni fyrir sér hvort að væri á bak við Panamaskjölin var beðinn um að láta Sigmund í friði.

Þá fékk Bergþór Ólafsson, þingmaður Miðflokksins, sem baðst afsökunar í morgun á því að hafa kallað Ingu Sæland „húrrandi klikkaða kuntu,“ sinn skerf af gríni.

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er mikið til í að heyra álit Miðflokksmanna á sér eftir fjóra bjóra. Allavega í kaldhæðni.

Þá er því velt upp hvort ummælin um Ingu Sæland séu efni í Íslendingasögur framtíðarinnar?

Þá er fyrirtækjum sem sérhæfa sig í almannatengslum óskað gleðilegra jóla.