Camil­le Vasqu­ez, lög­fræðingurinn sem ný­lega vann meið­yrðar­mál fyrir hönd kvik­mynda­leikarans Johnny Depp gegn fyrrverandi eiginkonu hans Am­ber Heard, hjálpaði far­þega í neyð á flugi American Air­lines frá Los Angeles til New York fyrr í vikunni. TMZ greinir frá.

Far­þegar um borð segja Vasqu­ez hafa stokkið til þegar maður á átt­ræðis­aldri hrundi niður á miðju flugi og hlaut af því höfuð­högg þegar hann gekk fram hjá sætis­röð Vasqu­ez og líf­varðar hennar.

Þá hafi hún sam­stundis haft sam­band við mág sinn sem er læknir og hann veitt henni leið­sögn í gegnum síma til þess að kanna hvort maðurinn væri mögu­lega að fá hjarta­á­fall eða heila­blóð­fall í kjöl­far fallsins. Líf­vörður Vasqu­ez tók af sér App­le úrið sitt og sett það á manninn svo þau gætu fylgst með lífs­mörkum hans.

Til allrar hamingju var skurð­læknir um borð sem tók við af Vasqu­ez og hlúði að manninum.

Eftir at­vikið fékk Vasqu­ez svo tvær flöskur af rauð­víni og kampa­víni að gjöf frá flug­freyjunum, sem kölluðu hana „Wonder Woman“, eða Ofur-Konuna.

Vélin sneri til baka til flugvallarins í Los Angeles og hafði maðurinn náð fullri með­vitund eftir lendingu þegar bráðaliðar mættu um borð.