Camille Vasquez, lögfræðingurinn sem nýlega vann meiðyrðarmál fyrir hönd kvikmyndaleikarans Johnny Depp gegn fyrrverandi eiginkonu hans Amber Heard, hjálpaði farþega í neyð á flugi American Airlines frá Los Angeles til New York fyrr í vikunni. TMZ greinir frá.
Farþegar um borð segja Vasquez hafa stokkið til þegar maður á áttræðisaldri hrundi niður á miðju flugi og hlaut af því höfuðhögg þegar hann gekk fram hjá sætisröð Vasquez og lífvarðar hennar.
Þá hafi hún samstundis haft samband við mág sinn sem er læknir og hann veitt henni leiðsögn í gegnum síma til þess að kanna hvort maðurinn væri mögulega að fá hjartaáfall eða heilablóðfall í kjölfar fallsins. Lífvörður Vasquez tók af sér Apple úrið sitt og sett það á manninn svo þau gætu fylgst með lífsmörkum hans.
Til allrar hamingju var skurðlæknir um borð sem tók við af Vasquez og hlúði að manninum.
Eftir atvikið fékk Vasquez svo tvær flöskur af rauðvíni og kampavíni að gjöf frá flugfreyjunum, sem kölluðu hana „Wonder Woman“, eða Ofur-Konuna.
Vélin sneri til baka til flugvallarins í Los Angeles og hafði maðurinn náð fullri meðvitund eftir lendingu þegar bráðaliðar mættu um borð.