Sergey Brin, einn stofnandi Google, hefur sótt um skilnað eftir að hafa komist að því að Nicole Shanahan, eiginkona hans, væri að halda framhjá honum með ríkasta manni heims, Elon Musk.

Wall Street Journal hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum.

Sergey Brin og Elon Musk voru góðir vinir, en árið 2008, styrkti Brin fyrirtæki Musk, Teslu, fjárhagslega til að komast í gegnum erfiðleika efnahagshrunsins.

Þá hefur Musk lýst því að hann hafi um árabil reglulega heimsótt Brin sem á heima í Silicon Valley í Kaliforníu-ríki. Vinskapur þeirra virðist þó hafa tekið enda eftir að Brin kom upp um framhjáhaldið.

Þá á Brin að hafa skipað fjárhagslegum ráðgjöfum sínum að frysta allar fjárfestingar sínar í öllum fyrirtækjum sem tengjast Musk, en spennan á milli þeirra á að vera ansi mikil.