List­nemanum og hin­segin aktív­istanum Regn Sól­mundi Evu fannst vanta dag fyrir kyn sitt og bjó hán því til nýjan há­tíðis­dag fyrir kyn­segin fólk, kvá­ra­daginn, sem er haldinn há­tíð­legur í fyrsta sinn í dag.

„Ég á frekar stóran vina­hóp af kyn­segin fólki og við vorum öll svo­lítið að pæla í því að það væri enginn dagur fyrir okkur. Karlar fá blóm, kökur og súkku­laði á bónda­daginn og það sama á við um konur á konu­daginn. Okkur fannst við svo­lítið út undan og því á­kvað ég að taka málin í mínar eigin hendur,“ segir Regn.

Hán segir skiptar skoðanir hafa verið á slíkum há­tíðis­dögum á meðal kyn­segin vina sinna. Sumir hafi verið þeirrar skoðunar að þau ættu að halda upp á bæði konu­dag og bónda­dag á meðan aðrir, Regn þar með talið, vildu halda upp á hvorugan daginn. Kvá­ra­dagurinn passar þó vel inn í þessa hefð ís­lenskra há­tíðis­daga enda fylgir hann svipuðu sniði og konu­dagur og bónda­dagur.

„Bónda­dagur er fyrsti dagur í þorra, sam­kvæmt gamla tíma­talinu, og konu­dagur er fyrsti dagur í góu, í gamla tíma­talinu. En ég á­kvað að hafa kvá­ra­dag, dag fyrir kyn­segin fólk, fyrsta daginn í ein­mánuði. Sá dagur var einu sinni haldinn há­tíð­legur sem yngis­sveina­dagur en ég tók ekki eftir neinni hefð fyrir að halda upp á þann dag enn­þá. Þannig ég á­kvað bara að það væri fínt að hafa dagana alla í röð,“ segir Regn sem kveðst hafa mikinn á­huga á ís­lenskri menningu og þjóð­fræði.

Tekur við af kyn­segin­deginum

Trans Ís­land hafði áður komið fram með hug­myndina að halda upp á svo­kallaðan kyn­segin­dag á síðasta vetrar­degi sem er einnig síðasti dagur ein­mánaðar. Að sögn Regn náði sá dagur hins vegar aldrei að festast í sessi, auk þess sem þá var ó­þarf­lega langur tími á milli konu­dags og kyn­segin­dags.

„Þá var ekki einu sinni komið orð yfir kvár eins og er komið núna. Þannig mér fannst bara til­efni til að endur­lífga þennan fögnuð á nýjum degi sem endaði á því að verða fyrsti dagur í ein­mánuði sem er 22. mars í dag,“ segir hán.

Regn viðraði hug­myndina fyrst á Twitter, þar sem hán er mjög virkt, og við­brögðin létu ekki á sér standa. Rúm­lega 250 manns líkuðu við færsluna og 14 manns endur­tístu henni. Þá hafa bæði Sam­tökin 78 og Trans Ís­land tekið vel í hug­myndina og deildu bæði sam­tök kvá­ra­deginum á sínum sam­fé­lags­miðlum í dag.

Blåhaj Ikea há­karlarnir hafa notið mikilla vinsælda hjá kyn­segin fólki undan­farin ár.
Fréttablaðið/Getty

Te­boð fyrir há­karla­bangsa

Spurt um hvernig hán hyggist halda upp á kvá­ra­daginn og hvort komnar séu fram ein­hverjar sér­stakar hefðir segir Regn:

„Nefni­lega ekki, þetta er náttúr­lega fyrsti kvá­ra­dagurinn. Við ætlum nokkur að fara á kaffi­hús saman á eftir og hafa það kósý. Í rauninni þá verða hefðirnar eigin­lega bara að verða til. Þær eru ekki komnar enn­þá en þær hljóta að koma einn daginn.“

Hán segist þó hafa fengið eina nokkuð skemmti­lega hug­mynd sem tengist Blåhaj Ikea há­körlunum en þeir hafa notið ó­mældra vin­sælda hjá kyn­segin fólki undan­farin ár.

„Ég var eitt­hvað að grínast með það áðan að það ætti kannski að vera hefð að koma öll saman með há­karla­bangsana okkar úr Ikea og halda te­boð fyrir þá. Af því það virðist vera trend að kyn­segin fólk eigi hár­kala­bangsa úr Ikea,“ segir Regn kímið.

Finna má nánari upp­lýsingar um kvá­ra­daginn á Face­book við­burðinum Kvá­ra­dagurinn 2022. Að lokum vill Regn á­rétta að orðið kvár beygist eins og ár: Kvár – kvár – kvári – kvá­rs.

Kvárin Móberg, Mars, Hrafnsunna, Regn, Reyn og Ólöf Bjarki gerðu sér glaðan dag í tilefni dagsins.
Mynd/Aðsend