Tíu ára gömul stúlka sér fram á að geta hætt að vinna áður en hún fær bílpróf. Pixie Curtis stofnaði fyrirtæki í Sydney í Ástralíu með hjálp móður sinnar. Fyrirtækið selur leikföng og skart, hefur það rækilega slegið í gegn. Á fyrsta mánuðinum seldi Pixies Fidgets vörur fyrir 200 þúsund dollara og samkvæmt reiknilíkunum verður hagnaðurinn 21 milljónir dollara á næsta áratug.

„Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur, þú getur hætt að vinna 15 ára,“ sagði Roxy Jacenko, móðir Pixie við hana í viðtali við Stellar tímaritið.

Pixie ætlar að bjóða móður sinni til Parísar.
Mynd/Instagram

Pixie sjálf sagði að hún ætlaði að bjóða mömmu sinni í langan verslunarleiðangur og flott frí erlendis. „Svo ætla ég að kaupa á hana ný föt og hárlengingar, hún þarf á þeim að halda,“ sagði Pixie.