Í vikunni hefst Stock­fish-kvik­mynda­há­tíðin í 7. sinn. Há­tíðin stendur yfir dagana 20. – 30. Maí og verða 23 myndir sýndar á há­tíðinni sem allar hafa unnið til verð­launa.

Til hliðar við há­tíðina í ár er há­tíðin „Physi­cal Cinema“ í annað sinn þar sem verða sýnd yfir 30 verk og inn­setningar undir stjórn Helenu Jóns­dóttur. Vegna birtu var úti­hluti há­tíðarinnar haldinn í lok apríl vegna birtu­skil­yrða sem ekki eru góð svo seint í maí fyrir kvik­mynda­sýningar utan­dyra.

Í til­kynningu kemur fram að aldrei hafi fleiri myndir verið til sýningar á há­tíðinni sem annað hvort voru í for­vali eða til­nefndar til Óskars­verð­launa en ein­mitt nú.

Þær eru La Ll­or­ona, The Man Who Sold His Skin, Sun Children, Pin­occhio og Promising Young Woman voru allar til­nefndar, í for­vali eða sigur­vegarar eins og Promising Young Woman sem vann Óskar fyrir besta hand­rit.

Há­tíðin er bæði ætluð kvik­mynda­unn­endum sem vilja sjá al­þjóð­legar verð­launa­myndir í bíó sem og fag­fólki í kvik­mynda­bransanum. Há­tíðin er haldin ár­lega í sam­vinnu við Bíó Para­dís og öll fag­fé­lög í kvik­mynda­greinum á Ís­landi. Með há­tíðinni var Kvik­mynda­há­tíð Reykja­víkur endur­vakin undir nýju nafni en hún var síðast haldin árið 2001 og var upp­haf­lega sett á lag­girnar árið 1978.

Í til­kynningu segir að mark­mið Stock­fish sé að efla og auðga kvik­mynda­menningu á Ís­landi og vera ís­lenskum kvik­mynda­iðnaði lyfti­stöng bæði er­lendis sem og innan­lands.

Þá segir að á­vallt sé lögð á­hersla á að tefla fram metnaðar­fullri dag­skrá fyrir há­tíðar­gesti og að í ár séu sýndar í kringum 20 sér­valdar al­þjóð­legar verð­launa­myndir á há­tíðinni. Þar fyrir utan eru sér­valdar sýningar á myndum sem Stock­fish frum­sýnir.

Í ár verður Stock­fish með Nor­disk Panor­ama Focus þar sem gestum gefst kostur á að sjá verð­launa­myndir frá Nor­disk Panor­ama 2020.

Á há­tíðinni í ár eru frum­sýnd verkin Apausa­lyp­se eftir Andra Snæ Magna­son og Anní Ólafs­dóttur og Ís­lensk-slóvakíska kvik­myndin Kotungs­ríkið

Hægt er að skoða dag­skránna nánar hér á vef há­tíðarinnar.