Tengda­dóttir Karls Breta­prins, Alice Procope, lést að­eins 42 ára gömul úr krabba­meini þann 17. mars. Procope var kærasta Tom Parker Bow­les, sonar Camillu Parker Bow­les, konu Karls Breta­prins.

Tom er sagður eyði­lagður maður yfir and­láti kærustunnar í breskum miðlum en þau voru saman í um tvö ár. Procope lætur eftir sig þrjú börn en hún lést að­eins sjö mánuðum eftir að hún var greind með krabba­meinið.

Vinur fjöl­skyldunnar sagði í sam­tali við breska miðilinn Daily mail að hann hafi verið svo á­nægður í sam­bandi við Procope en hann skildi við konuna sína árið 2018.

Vinurinn sagði að krabba­meinið hafi greinst seint vegna CO­VID-19 sem geri and­látið enn sorg­legra, en að hennar til­felli sé lík­lega ekki það eina sem eigi eftir að koma upp í Bret­landi.

Karl Breta­prins er sagður eiga í nánu sam­bandi við Tom. Eftir að hann skildi við konuna sína flutti hann af heimili þeirra. Hann hefur skrifað fimm mat­reiðslu­bækur og vann verð­laun fyrir eina slíka árið 2010. Hann var ný­lega gestur í þættinum MasterChef.

Það hefur mikið gengið á hjá konungsfjölskyldunni undanfarið en Filippus fór nýverið heim af spítala eftir mánaðardvöl og svo er stirt sambandið á milli Harry og Meghan við restina af fjölskyldunni eftir að þau fóru í viðtal við Opru Winfrey í síðasta mánuði.