Tengdadóttir Karls Bretaprins, Alice Procope, lést aðeins 42 ára gömul úr krabbameini þann 17. mars. Procope var kærasta Tom Parker Bowles, sonar Camillu Parker Bowles, konu Karls Bretaprins.
Tom er sagður eyðilagður maður yfir andláti kærustunnar í breskum miðlum en þau voru saman í um tvö ár. Procope lætur eftir sig þrjú börn en hún lést aðeins sjö mánuðum eftir að hún var greind með krabbameinið.
Vinur fjölskyldunnar sagði í samtali við breska miðilinn Daily mail að hann hafi verið svo ánægður í sambandi við Procope en hann skildi við konuna sína árið 2018.
Vinurinn sagði að krabbameinið hafi greinst seint vegna COVID-19 sem geri andlátið enn sorglegra, en að hennar tilfelli sé líklega ekki það eina sem eigi eftir að koma upp í Bretlandi.
Karl Bretaprins er sagður eiga í nánu sambandi við Tom. Eftir að hann skildi við konuna sína flutti hann af heimili þeirra. Hann hefur skrifað fimm matreiðslubækur og vann verðlaun fyrir eina slíka árið 2010. Hann var nýlega gestur í þættinum MasterChef.
Það hefur mikið gengið á hjá konungsfjölskyldunni undanfarið en Filippus fór nýverið heim af spítala eftir mánaðardvöl og svo er stirt sambandið á milli Harry og Meghan við restina af fjölskyldunni eftir að þau fóru í viðtal við Opru Winfrey í síðasta mánuði.