Stór­stjarnan Taylor Swift biðlaði bæði til að­dá­enda sinna og stjarna í tón­listar­bransanum í tísti sem fór eins og eldur um sinu um net­heiminn síðast­liðinn fimmtu­dag. Margar stjörnur hafa síðan stigið fram og ýmist fylkt liði með Taylor og for­dæmt tón­listar­fram­leið­endurna Scoot­er Braun og Scott Borchetta eða varið þá.

Á­stæða þess er að Scoot­er og Scott keyptu réttin af fyrstu sex plötum Taylor þegar hún skipti um út­gáfu­fyrir­tæki á síðasta ári. Taylor lýsti því yfir á sínum tíma að henni hafi ekki verið gert kunnugt um sölu­ferlið og var hún mjög ó­á­nægð með vexti mála. Þá hét Taylor því að hún myndi taka öll lögin sín upp aftur þegar samningurinn rennur út í nóvember á næsta ári.

Fé­lagarnir Scoot­er og Scott hafa nú greint Taylor frá því að ef hún flytji lög af plötum sínum á ein­hverjum vett­vangi feli það í sér samnings­brot.

Scooter Brown er stórlax í tónlistarbransanum en hann er meðal annars umboðsmaður Justin Bieber, Demi Lovato og Ariönu Grande.
Fréttablaðið/Getty

Að vera þæg eða vera refsað

Taylor var ný­lega valin tón­listar­maður ára­tugarins á tón­listar­verð­launa­há­tíðinni American Music Awards (AMA) og ætlaði að taka öll vin­sælustu lög sín í til­efni þess. Í einu mest deilda tísti Taylor til þessa segir söng­konan fylgj­endum sínum að at­riði hennar á AMA sé hins vegar í upp­námi þar sem henni hafi verið bannað að flytja lögin af fyrstu sex plötum sínum. Óvissa ríkir einnig um heimildarmyns Netflix um söngkonuna.

„Ég veit ekki hvað annað ég á að gera,“ segir Taylor í tísti þar sem hún rekur sögu sína og út­gef­endanna. Þeir Scoot­er og Scott eiga að hafa gefið Taylor þá afar­kosti að annað­hvort fyrir­gera sér réttin af því að taka tón­list sína upp aftur og hætta að tala illa um þá á opin­berum vett­vangi eða taka af­leiðingum þess að brjóta gegn samningnum.

„Skila­boðin eru mjög skýr, þau eru í raun vertu þæg lítil stelpu og haltu kjafti eða þér verður refsað.“

Styðja við bakið á Taylor

Fjöldi stjarna hafa nú tjáð sig um málið og virðast flestir standa með Taylor en myllu­merkin #IStandWit­hTa­ylor og #FreeTa­ylor sjást víða á sam­fé­lags­miðlum þessa dagana.

Góðvinkona Taylor, Selena Gomez, sagði á Instagram að málið lægi þungt á hjarta hennar. ,,Það gerir mig veika og ótrúlega reiða," sagði söngkonan. Að hennar sögn sýndi það fram á að engin virðing borin fyrir lögunum sem vinkona hennar hafi skrifað síðan hún var 14 ára í svefnherberginu sínu.

Fréttablaðið/Getty

Jameela Jamil sagði málið vera ógnvekjandi á Twitter. ,,Ef þetta getur komið fyrir einn af stæstu listamönnum allra tíma þá get ég ekki ímyndað mér hvernig staðan er hjá nýgræðingum."

Camila Cabello sagðist alltaf hafa verið aðdáandi Taylor og að það væri verið að ræna heiminn af svo miklu ef hún fengi ekki að syngja lögin sín.

Fréttablaðið/Getty

Ed Sheeran kvaðst hafa rætt við vinkonu sína um málið og sagðist styðja hana nú líkt og áður.

Fréttablaðið/Getty

,,Scott og Scooter, þið vitið hvað er það rétta í stöðunni. Taylor og aðdáendur hennar eiga skilið að fá að fagna tónlistinni,!!" sagði ofutmódelið Gigi Hadid í Twitter færslu.

Fréttablaðið/Getty

SIA var ein af þeim fáu sem stóðu með Scooter í málinu. ,,Þú ert góðhjartaður maður Scooter Braun. Ég vona að þetta líði fljótt hjá. Ég elska þig, haltu áfram," sagði söngkonan á Twitter.

Fréttablaðið/Getty

Justin Bieber kom umboðsmanni sínum til varnar og birti meðal annars sjáskot af yfirlýsingu útgáfufyrirtæki Scooters. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bieber og Taylor eru ósammala um Scooter en söngvarinn birti langa færslu á Instagram á sínum tíma þar sem hann sagði Taylor leggja Scooter í einelti.

Fréttablaðið/Getty