Það er eiginlega merkilegt hve móðins flíkur úr eldri línum frægra hönnuða eru í dag, þrátt fyrir að vera úr tískulínum frá síðustu aldamótum og fyrr. Enda gildir það um vel hannaða flík að hún fer í rauninni aldrei úr tísku.

Eitt vinsælasta tímabilið sem sjá mátti á rauða dreglinum síðustu mánuði er 1995–2005. Vogue tók saman besta vintage fatnaðinn sem stjörnurnar klæddust á rauða dreglinum í ár og dæmi hver fyrir sig.

Sjálfbærari rauður dregill

Á tímum þegar krafan um sjálfbærni eykst stöðugt er vintage-tíska eitt af þeim svörum sem við erum að leitast eftir. Hvers vegna að hanna algerlega nýjan kjól þegar það er til glás af frábærum kjólum sem bíða eftir því að vera endurnýttir? Eins og sést á myndunum þurfa eldri kjólar alls ekki að vera gamaldags. Upp á síðkastið hafa svo verslanir sem bjóða upp á eldri tískulínur orðið vinsælar hjá fræga fólkinu og tískugúrúum.

Cate ­Blan­chett tók við BAFTA-verðlaunum í Maison Margiela-kjól sem hún notaði áður á Óskarnum 2015.
Jurnee Smoll­ett var í Nina Ricci Haute Couture kjól frá 1996 í Vanity Fair Óskarsveislunni.