Banda­ríska Vogu­e talar um veislu ársins, Óskars­verð­laun austur­strandarinnar og stærsta tísku­kvöld ársins. MET gala, eða Met-ballið, er kennt við Metropolitan Museum of Art í New York, sem er stærsta lista­safn á Vestur­löndum.

Stjörnur úr listum, í­þróttum, við­skipta­lífinu og fjöl­miðlum keppast um boð á við­burðinn. Miðinn á ballið er ekki ó­keypis, en hann kostar um 300.000 Banda­ríkja­dali sem um­reiknast í kringum fjöru­tíu milljónir ís­lenskra króna.

Ballið hverfist um þema á hverju ári, sem þetta árið var: Gild­ed glamour, sem út­leggst á ís­lensku sem glys og glamúr. Kim Kar­das­h­ian vakti mikla at­hygli í kjól sem upp­haf­lega var saumaður fyrir Mari­lyn Mon­roe. Mon­roe klæddist kjólnum þegar hún flutti af­mælis­sönginn fyrir Kenne­dy Banda­ríkja­for­seta. Kjóllinn er al­mennt talinn einn sá dýrasti í heimi.

Lila Grace Moss Hack dóttir ofurfyrirsætunnar Kate Moss.
Fréttablaðið/Getty
Janelle Monae í hönnun eftir Ralph Lauren.
Fréttablaðið/Getty
Söngkonan Lizzo vakti athygli í hönnun Thorn Browne.
Fréttablaðið/Getty