Bandaríska Vogue talar um veislu ársins, Óskarsverðlaun austurstrandarinnar og stærsta tískukvöld ársins. MET gala, eða Met-ballið, er kennt við Metropolitan Museum of Art í New York, sem er stærsta listasafn á Vesturlöndum.
Stjörnur úr listum, íþróttum, viðskiptalífinu og fjölmiðlum keppast um boð á viðburðinn. Miðinn á ballið er ekki ókeypis, en hann kostar um 300.000 Bandaríkjadali sem umreiknast í kringum fjörutíu milljónir íslenskra króna.
Ballið hverfist um þema á hverju ári, sem þetta árið var: Gilded glamour, sem útleggst á íslensku sem glys og glamúr. Kim Kardashian vakti mikla athygli í kjól sem upphaflega var saumaður fyrir Marilyn Monroe. Monroe klæddist kjólnum þegar hún flutti afmælissönginn fyrir Kennedy Bandaríkjaforseta. Kjóllinn er almennt talinn einn sá dýrasti í heimi.


