Stjörnuparið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson keyptu sér fallega eign við Sörlaskjól í Reykjavík með útsýni út á sjó.

Eignin er um 115 fermetrar og er á efstu hæð hússins sem var byggt árið 1949.Smartland greinir fyrst frá.

Eignina keyptu þau af Jóni Gunnari Þórðarsyni framkvæmdarstjóra Mussila og unnustu hans Margréti Helgu Erlingsdóttur, fréttamanni á Bylgjunni.

Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot

Þórdís Björk og Júlí Heiðar eru bæði afar listræn, en þau eru bæði leikaramenntuð frá Listaháskóla Íslands. Þórdís er einnig meðlimur hljómsveitarinnar Reykjavíkurdætur.

Hægt er að sjá fleiri myndir af íbúðinni hér.