Síðasta heila vikan af janúar er nú á enda og febrúar á næsta leiti með tilheyrandi lægð. Stórstjörnur landsins láta veðrið ekki á sig fá og klæðast skvísudressum með bert á milli. Má þar nefna Birgittu Haukdal, Sunnuevu Einars og Bríet Isis.

Þá var leiksýningin Chicago frumsýnd um helgina með pompi og prakt og þjóðþekktar konur telja niður dagana í nýjan fjölskyldumeðlim.

Óskrifuð regla

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands, var spurð hvort hún ætli að eignast barn.

„Hvernig svarar maður þegar fjölmiðlamaður spyr hvort ég ætli ekki að fara að verða ólétt?“

Frumsýning Chicago

Leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir er þakklát eftir frumsýningu Chicago á Akureyri um helgina: „Leikkonuhjartað er að springa úr ást og þakklæti.“

Stoltur af sinni

Listamaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson var stoltur af unnustunni.

Ný greiðsla

Fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir birti mynd af sér með nýja hárgreiðslu á dögunum sem fer henni einstaklega vel.

Útskriftargleði

Athafnakonan Sunneva Einarsdóttir útskrifaðist með master í markaðsfræði um helgina.

Lopapeysan betri en merkjafötin

Tónlistarmaðurinn Bubbu Morthens segist kunna betur við sig í peysu frá Húsavík en í merkjavörum sem Armani eða Hugo Boss.

Settur dagur á afmælisdaginn

Fegurðardrottningin Hulda Vigdísardóttir var gengin fulla meðgöngu með frumburðinn á afmælisdaginn.

Strákabumba

Ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir telur niður dagana í frumburðinn en hún á von á dreng með unnustanum Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi naglbítur.

Skvísulæti á Idol

Tónlistarkonan og dómari í Idol Birgitta Haukdal mætti í bláum glimmersamfesting á keppnina um helgina. Sannkölluð skvísulæti með bert á milli.

Villibráðagleði

Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir rifjar upp tökurnar á kvikmyndinni Villibráð með skemmtilegum myndum af leikurunum.

Skíðafrí á Ítalíu

Athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir nýtur lífsins í skíðafríi í Ítölsku ölpunum.

Heimatilbúið dress skemmtilegra

Tónlitarkonan Bríet Isis og vinkonur gerðu heimatilbúinn bol sem var steypur á líkama hennar: „Lífið er skemmtilegt þegar þú býrð það til sjálfur.“

Besta vinkona út lífið

Áhrifavaldurinn og verkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir og besta vinkona hennar, dóttir hennar, Elísa Eyþóra.

Janúarbrúnka

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir birti sólarbrúna kroppamynd á gráum janúardegi.

Sambýliskonur

Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir birti fallega mynd af sér komin 31 viku á leið.