Sólin hefur svo sannarlega leikið við landsmenn síðustu daga og ýtt undir samverustundir utandyra.

Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Bríet héldu glæsilega tónleika um helgina, LXS hópurinn skemmti sér í London um helgina.

Gummi Kíró og Lína Birgitta skruppu til Stokkhólms í Svíþjóð og hluti af Trendnet hópnum fór til kóngsins Köben.

Birgitta Haukdal telur niður dagana í Írafár tónleika sem eru næstu helgi.

Bríet tók á móti tónleikagestum í Hörpu um helgina.

Tónlitarmaðurinn Jón Jónsson hélt einnig tónleika í Hörpu og kynnti nýjan fjölskyldumeðlim til leiks, Friðrik Nóa Jónsson, sem er fjórða barn þeirra hjóna.

LXS skvísurnar skemmtu sér í London um helgina.

Litur sumarsins hjá Svölu Björgvins er bleikur.

Gummi kíró segir sunnudaga í stokkhólmi oftast betri en aðrir sunnudagar.

Tískudrottningin greenaðist um helgina í Kaupmannahöfn.

Svana Lovísa, bloggari á Trendnet, elskar Kaupmannahöfn og Vipp vörumerkið.

Egill Ploder Ottósson, útvarpsmaður og Thelma Gunnarsdóttur fóru með frumburðinn í fyrsta göngutúrinn um helgina.

Jóga-skvísan Eva Dögg Rúnarsdóttir nýtur síðustu dagana ólétt, en hún á von á sínu þriðja barni innan skamms.

Svali Kaldalóns nýtur þess að hjóla um Tenerife.

Fjölmiðlakonan Eva Ruza Miljevic og eiginmaður hennar, Sigurður Þór Þórsson fóru í foreldrafrí til Tenerife.

Emmsjé Gauti og fjölskylda fóru á tónleika.

Nökkvi Fjalar Orra­son og Embla Wigum senda landsmönnum skilaboð um að sleppa neikvæðu sjálfstali.

Tónlistarmennirnir Jogvan Hansen og Friðrik Ómar Hjörleifsson voru veislustjórar um helgina.

Móeiður Lárusdóttur, kærasta landsliðsmannins Harðar Björgvins Magnússonar, klæddi sig og dóttur í sína stíl.