Fyrsta helgin í febrúar kom og fór með til­heyrandi látum. Stór­stjörnur landsins voru á ferð og flugi og fengu fylgj­endur þeirra á Insta­gram að fylgjast með.

Föstu­dags­kvöld í Köben

Sam­fé­lags­miðla­stjarnan Sunn­eva Einars­dóttir skellti sér til Kaup­manna­hafnar og skemmti sér vel, ef marka má Insta­gram.

Ás­laug Arna þakk­lát

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra Ís­lands þakkaði fyrir fal­leg við­brögð vegna helgar­við­tals í Sunnu­dags­mogganum.

Gummi Kíró í flottri peysu

Guð­mundur Birkir Pálma­son, betur þekktur sem Gummi Kíró henti í rigningar­sjálfu.

Draumalífið í Ítalíu

Birgitta Líf, markaðsstjóri World Class og áhrifavaldur skellti sér í skíðaferð til Ítalíu með kærastanum sínum.

Fagnaði þremur punktum

Knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson sótti þrjú stig í Championship-deildinni. Hann leikur með Burnley á Englandi.

Smellti í sjálfu heima

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut Rúnarsdóttir henti í góða sjálfu.

156 sýningar af Níu Líf

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens greindi sáttur frá því að Níu Líf hefur verið sýnt 156 sinnum í Borgarleikhúsinu.

Ofurhetjan Bríet

Tónlistarkonan Bríet er alltaf flott í tauinu.

Á bleiku skýi

Leikkonan og Reykjavíkurdóttirin Þórdís Björk þakkar fyrir góðar viðtökur á söngleiknum Chicago.