Október mánuður er genginn í garð og hefur haustið heldur betur látið á sér bera síðastliðna viku með gráum rigningardögum.

Íslendingar láta veðrið ekki stoppa sig frekar en fyrri daginn og nýta listsköpun sína og aðrar snilligáfur innandyra.

Sömdu lag óvart á tólf dögum

Þar má nefna tónlistarmennina Auðunn Lúthersson og Jón Jónsson sem gáfu út lag saman sem var samið á tólf dögum.

„Nýja haustneglan eftir okkur Aðuður er lent. Risa þakklæti á Auður fyrir hæfileikana og drifkraftinn.

Lagið var samið eiginlega óvart fyrir 12 dögum og okkur fannst það passa svo vel í haustið að allt var keyrt áfram á ljóshraða til að koma því út. Ég vona að ykkur líki vel ,“ skrifar Jón um lagið sem ber nafnið Ég var ekki þar.

Deilir afmælisdegi með stjúpmóður sinni

Tónlistarmaðurinn og leikarinn Sturla Atlas fagnaði þrjátíu ára afmælisdegi sínum í liðinni viku.

Tökur byrjaðar á Idol-stjörnuleit

Fyrstu þættir af Idol-stjörnuleit hófu tökur í vikunni.

Flott dómnefnd- Hver er þinn uppáhalds dómari spyr Bríet?

Þórdís gretti sig framan í áhorfendur

Leik- og söngparið Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinsdóttir sigruðu í síðasta þætti spurningaþáttarins Kviss á Stöð 2.

Það er óhætt að segja að áhorfendur í sal hafi hlegið dátt þegar Þórdís byrjaði að gretta sig og píra augun þegar það kom að myndagátu á skjánum.

Ragga Hólm mótspilari og vinkona Þórdísar uppljóstraði þá þeirri staðreynd að Þórdís sæi afar illa og væri með um mínus 11 í sjón.

Þreytt og sæl

Áhrifavaldurinn og tvíburamamman Erna Kristín birti fallega mynd af sér með tvíburadrengina, Adam Bassa og Emil Bassa.

Göngutúr á ströndinni

Áhrifavaldurinn og fyrrum knattspyrnukappinn Rúrik Gíslason nýtur lífsins á Ibiza.

Stærsta keppni sumarsins

Snorri Björns hlaupari og hlaðvarpsstjarna segir frá því þegar fimmtíu kílómetra hlauð varð að 60 kílómetrum í Nice í sumar.

Langþráður draumur rættist

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin birti mynd af sér berum að ofan á fimm stjörnu veitingastað.

Tískuvikan í París

Áhrifavaldarnir Gummi Kíró og Lína Birgitta Sigurðardóttir fóru á tískuvikuna í París um helgina þar sem Lína sýndi nýjustu línuna af íþróttavörumerki sínu Define The Line á svokölluðu tísku-runway.

Áhrifavaldurinn og vinkona Línu, Sólrún Diego og eiginmaður hennar Frans Veigar Garðarsson eyddu helginni með þeim.

Ráðherra í dulargervi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-vísinda og nýsköpurnarráðherra gladdi litla frænku með því að klæða sem upp sem Elsa í Frozen í fjögurra ára afmæli hennar.

Léttklædd í haustlægðinni

Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir lætur veðrið ekki stoppa sig og klæddist magabol og stuttu pilsi um helgina.

Loksins í mömmó

Áhrifavaldurinn Elísabet Gunnarsdóttir er byrjuð í hreiðurgerð, enda síðasta vikan fyrir settan dag.

Heiðrar minningu Prins Póló

Tónlistarmaðurinn Valdimar minnist vinar síns Svavar Péturs eða Prins Póló sem lést í liðinni viku eftir baráttu við krabbamein.

Best í heimi

Tónlistarkonan Guðrún Eyfjörð tekur sig vel út í móðurhlutverkinu.