Það var nóg að gerast um helgina hjá stjörnum Íslands. Sumir tóku því rólega í sveitinni á meðan aðrir skelltu sér til útlanda. Margir eyddu tíma með börnunum enda alltaf gott að komast í fjölskyldufaðminn.

Kom kærustunni á óvart

Leikkonunni Írisi Tönju Flygenring brá í brún þegar kærasta hennar Elín Ey kom henni á óvart með hryllilegri trúðagrímu í morgunsárið.

Flippað á crossfit æfingu

Felix Bergsson fíflaðist með gosanef í crossfitreykjavik með afabarninu en hann eyddi laugardeginum með barnabarni sínu.

Kósý í sveitinni

Raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir skellti sér í sveitina og birti myndir úr ferðinni. Alltaf gott að komast úr bænum.

Mæðgur í sundi

Tískubloggarinn Pattra Sriyanonge skellti sér í sund með dóttur sinni.

Bríet birti valkyrju mynd

Söngkonan Bríet Ísis Elfar birti glæsilega og „fierce“ mynd sem minnir á valkyrju. Það var ljósmyndarinn Óli Magg sem tók myndina af henni.

Spennt fyrir jólunum

Svala Björgvins er komin í jólaskapið og segist hlakka til að koma fram á Jólagestum með pabba sínum, Björgvin Halldórssyni.

Fyllt í varirnar

Raunveruleikastjarnan og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj skellti sér í varafyllingu. Vinur hans raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime lét sig ekki heldur vanta í þessari ferð

Bumbumynd

Áhrifavaldurinn Katrín Edda birti glæslilega bumbumynd en hún er nú komin 37 vikur og fjóra daga á leið. Hún segist ekki vera orðin þreytt á óléttunni.

„Svo margar óléttar konur sem segjast ekki geta beðið eftir að vera ekki lengur óléttar en eins spennt og ég er að sjá litlu mína gæti ég alveg verið ólétt í svona 3 mánuði í viðbót þrátt fyrir að allt sé auðvitað aðeins þyngra og erfiðara.“

Seldi CBD olíu á bílastæðinu

Rapparinn MC Gauti seldi vini sínum Jóhannesi Ásbjörnssyni CBD olíu fyrir utan Aktu Taktu. Þeir hafa þekkst ansi lengi eða síðan MC Gauti kom fram í Idol á sínum tíma.

Eurovision evrópuferð

Söngvarinn Friðrik Ómar kom fram á Eurovision viðburði í Cologne ásamt Selmu Björns.

Út að borða með litla barnið

Tískudrottningin Elísabet Gunnars skellti sér út að borða með dóttur sinni. Hver segir að það sé ekki hægt að fara á veitingastað með smábörnin?

Chelsea-girl

Áhrifavaldurinn Hildur Sif Hauksdóttir var glæsileg í Chelsea hverfinu í London um helgina.

Æft um helgar

Crossfit-stjarnan Sara Sigmunds tók á því á æfingu um helgina.

Myrkrinu fagnað

Rithöfundurinn Sverrir Norland stýrði umræðum á bókmenntahátíðinni Iceland Noir sem fagnar hinu myrka í heimi bókmenntanna. Hann ræddi þar meðal annars við Írisi Tönju, Baltasar Kormák og Ólaf Darra.

Sunnudags jakkinn

Gummi Kíró skellti sér í svakalegan jakka með kögri.

Ljúfa lífið í London

Sjónvarpskonan Eva Laufey Kjaran skellti sér með kærastanum, Haraldi Haraldssyni til London