Skriðdýrasalinn fyrrverandi Jeffery Lynn Johnson, sem varð heimsfrægur eftir að hafa birst í þáttunum Tiger King á Netflix, er látinn 58 ára að aldri. Samkvæmt CNNer talið að hann hafi tekið eigið líf á heimili sínu í Oklahoma í kjölfar rifrildis við eiginkonu sína. Mun hann hafa gert það fyrir framan hana.

Johnson var í viðtali í fjórða þætti seríunnar um Joe Exotic og félaga. Lögmaður Exotic segir að hann hafi rætt við eiginkonu Johnsons.

Jeffery Lynn Johnson í þáttunum um Tiger King.

Þetta er annað andlát stjörnu úr þáttunnum á stuttum tíma en dýraræktandinn Erik Cowie lést í september af völdum óhóflegrar áfengisneyslu.

Eiginkona Johnsons sagði lögreglu að börn þeirra tvö, fjögurra og fimm ára, hafi verið í húsinu þegar þau rifust úti í bílskúr, hann hafi svo tekið eigið líf fyrir framan hana. Hann var fluttur á sjúkrahús þar hann var úrskurðaður látinn.

Önnur þáttaröð Tiger King var frumsýnd í síðustu viku.