Karl Breta­prins hefur ekki séð son sinn Harry í næstum átta mánuði en þeir eru farnir að tala saman á ný. Þetta full­yrðir banda­ríski slúður­miðillinn Pa­geSix og vísar í heimildar­menn sína.

Feðgarnir hafa ekki hist síðan í jarðar­för Filippusar í apríl síðast­liðnum. Karl er nú staddur á Barba­dos sem ný­lega varð lýð­veldi en hann hefur enn ekki hitt nýjasta barna­barn sitt, Lili­bet dóttur þeirra Harry og Meg­han sem fæddist í júlí.

Heimildar­maður Pa­geSix segir að Karl hafi verið gríðar­lega sár þegar Harry og Meg­han til­kynntu í fyra að þau hyggðust segja skilið við konungs­fjöl­skylduna og flytja til Banda­ríkjanna. Sam­bandið sé enn stirt.

„Ég held þeir hafi ekki talað saman í dá­góðan tíma en núna er sam­skipta­r­ásin opin,“ segir heimildar­maðurinn sem full­yrt er að sé náinn feðgunum. „Ég held þetta sé ekki dans á rósum samt. Þeir setjast ekki niður og eiga í ein­lægum sam­ræðum sím­leiðis einu sinni í viku.“