Glæsilega eign við Lyngholti 17 á Álftanesi er til sölu. Ásett verð er 114,9 milljónir.

Um er að ræða tveggja hæða raðhús 174,8 fermetrar að stærð. Í húsinu eru þrjú rúmgóð svefnherbergi, eldhús, stofa og borðstofa, ásamt tveimur baðherbergjum, þvottahúsi og bílskúr.

Eldhúsinnréttingin er skemmtilega blá með útskornu mynstri og gefur húsinu mikinn stíl, þar sem aðrar innréttingar eru hvítar.

Í bakgarðinum er stórt tún þar sem hestar leika lausum hala, sem er einkar sjarmerandi fyrir þann sem vill komast í nálægð við sveitasælu í höfuðborginni.

Nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Fréttablaðsins.

Mynd/Fasteignasalan Torg
Mynd/Fasteignasalan Torg
Mynd/Fasteignasalan Torg
Mynd/Fasteignasalan Torg
Mynd/Fasteignasalan Torg
Mynd/Fasteignasalan Torg
Mynd/Fasteignasalan Torg
Mynd/Fasteignasalan Torg
Mynd/Fasteignasalan Torg