Þegar líður að jólum kemst Ingibjörg á flug og skreytir heimilið sitt á fallegan hátt með sínu nefi. „Ég hef gaman að því að skreyta og stílisera fyrir jólin líkt og fyrir aðrar árstíðir,“ segir Ingibjörg sem lætur ekki bara duga að skreyta heldur bakar líka nokkrar sortir af jólalegum kökum. Ingibjörg skreytir mest með lifandi greni, könglum og fallegum stílhreinum borðum.

FBL IngaJol 2021_EA_008.jpg

Jólalegt og fallegt er í eldhúsinu hjá Ingibjörgu þar sem jólakökum og mandarínum er raða upp á fallegan þriggja hæða kökudisk. Hún hefur gaman að því að skreyta með lifandi greni og könglum. FRÉTTABLAÐIÐ EYÞÓR ÁRNASON.

„Ég skreyti líka mína eigin kransa og aðventuhring fyrir jólin,“segir Ingibjörg en hún er mikið fyrir náttúrulega liti og lifandi efnivið . Hennar uppáhalds litir eru svartur, brúnn og beige auk þess sem hún heldur mikið uppá græna litinn sem er í forgrunni í mörgum hennar skreytingum en eins og frægt er Gucci græni liturinn jólaliturinn í ár að mati margra sérfróðra sérfræðinga og stílista. Einnig hefur Ingibjörg mikið dálæti af fallegum jólastjörnum sem prýða heimili hennar á fagurlegan hátt.

FBL_IngaJol_EA_009.jpg

Ingibjörg hefur einstaklega listrænt auga og hefur mikla ástríðu fyrir því að gera jólakransa þar sem hennar uppáhalds litir fá að njóta sín. Hér er einn fallegur þar sem græni jólaliturinn fær að njóta sín með náttúrulegum efnivið og kanilstöngum. Leirbrúnir litir eru móðins í dag./FRÉTTABLAÐIÐ EYÞÓR ÁRNASON.

Ingibjörg hefur ávallt elskað þennan árstíma og hlakkar mikið til þegar líður að aðventunni til að undirbúa skreytingar og bakstur. „Ég skipti gjarnan um þema þegar ég er að útbúa aðventuskreytingarnar, hef gaman að því að breyta til og fá margar hugmyndir þegar ég fer í þankahríð um skreytingarþema. Þó finnst mér skipta máli að ofskreyta ekki, frekar að leyfa skreytingunum að njóta sín.“

FBL_IngaJol_EA_002.jpg

Jólastjörnurnar í ýmsum formum og litum skipa stóran sess á heimili Ingibjargar og eru í miklu uppáhaldi hjá fagurkeranum. Þær fást meðal annars í lífsstílsversluninni Magnolia.FRÉTTABLAÐIÐ EYÞÓR ÁRNASON.

FBL Inga jól 2021 5.jpg

Gaman er að sjá hvernig Ingibjörg stillir jólakrönsunum upp, eins og til að mynda í eldhúsinu þar sem hjarta heimilisins slær./FRÉTTABLAÐIÐ EYÞÓR ÁRNASON.

FBL_IngaJol 2021_EA_018.jpg

Jólatréð í stofunni stendur, kertin standa á grænum greinum...kunnulegt stef./FRÉTTABLAÐIÐ EYÞÓR ÁRNASON.

FBL _IngaJol2021_EA_015.jpg

Jólalitirnir hennar Ingibjargar koma vel út á heimili hennar og hver hlutur hefur sitt hlutverk. Jólasokkurinn fær líka að njóta sín./FRÉTTABLAÐIÐ EYÞÓR ÁRNASON.

FBL_IngaJol_ 2021 EA_017.jpg

Jólatréð er skreytt á aðlaðandi og fallegan hátt með fallegri kertaseríu sem minnir á gamla tímann. Nostalgía að skoða jólaskreytingarnar hjá Ingibörgu./FRÉTTABLAÐIÐ EYÞÓR ÁRNASON.

FBL_IngaJol_EA_003 (1).jpg

Aðventukransinn er stílhreinn með uppáhalds litum Ingibjargar.

FBL nga Jol 2021 EA jólastjörnur.jpg

Takið eftir hvað stjörnurnar koma vel út með hlutunum hennar Ingibjargar.

IngaJol_2021 EA_005.jpg